Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 36

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 36
Því miður var persóna Rosie einkar ólánleg, þunglynd og drykkfelld, og skilaboðin því enn að það borgar sig að vera vel femme í heimi glamúrlesbíanna í LA. Breska ljóðskáldið Joelle Taylor talaði um butch út frá eigin reynslu sem slík í samnefndum útvarpsþætti á BBC vorið 2020. Hún fór með hlustendur í fataskápinn sinn, uppfullan af jakkafötum og bindum — föt sem hún kallaði „vopnin sín“. „Hluti af því að vera butch er að vilja komast hjá athygli karlmanna, að fela varnarleysi. „Þegar ég geng í jakkafötum líður mér eins og ég sé með handlegg annars butch á öxlinni,“ sagði Taylor. Tilefni þáttarins var einmitt það sem hún kallar „butch-hvarfið“, að butch-konur og butch-menning sé aftur að hverfa úr samfélagi hinsegin fólks. Allavega séu þær ekki sérlega sýnilegar. Hluti af ástæðunni er auðvitað að ungt hinsegin fólk í dag hefur fleiri möguleika og fleiri orð til að skilgreina sig og sína. Einn ungur viðmælandi Taylor í þættinum sagðist vera kynsegin (e. non- binary) en sagðist líklega hafa skilgreint sig sem butch fyrir tuttugu árum. Orðið butch hafi þannig mögulega yfir sér gamaldags blæ í augum yngri kynslóða. Butch er ekki blótsyrði Það er sömuleiðis sorglega algeng fullyrðing fordómafullra andstæðinga trans fólks að butch-lesbíur og „karlmannlegar konur“ séu að hverfa af sjónarsviði hinsegin samfélagsins þar sem allar konur með óhefðbundna kyntjáningu sé ýtt út í kynleiðréttingu og að skilgreina sig sem karlmenn. Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en þvættingur. Ekki er hægt annað en að fagna því að fólk hafi nú til dags fleiri tækifæri til að lifa í sínu sanna sjálfi. Saga butch og trans fólks hefur svo ætíð verið nátengd og mörkin þar á milli oft fljótandi. Alltaf hafa verið til þær butch-týpur sem hafa notað fornöfn í karlkyni, og svo framvegis. Þetta er einnig leiðarstef í Stone Butch Blues — söguhetjan Jess fer í kynleiðréttingu og lifir um hríð sem karlmaður en finnur sig að lokum sem kynsegin. En er butch gamaldags og butch- konur að hverfa? Það er ekki upplifun mín að minnsta kosti. Þótt vissulega séu til ótal aðrar leiðir fyrir hinsegin fólk að tala um sjálft sig í dag lifir þetta hugtak og þessi menning. Úti í heimi eru haldin butch-kvöld á klúbbum og Par úti á lífinu í New York, 1941. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.