Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 37

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 37
börum sem sjaldan fyrr og heilu tímaritin um butch-fólk og butch-menningu gefin út. Esther Godoy ritstýrir tímaritinu Butch Is Not A Dirty Word sem kemur út reglulega. Ritið er gefið út í Melbourne í Ástralíu en á sér lesendur um heim allan. Hún var einnig til viðtals í þætti Joelle Taylor. „Orðið butch getur passað fyrir allskyns hinsegin fólk. Þegar maður skoðar þá reynslu að vera kynsegin, trans masc, trans kona sem er butch — allt þetta er að einhverju leyti svipuð reynsla,“ sagði Godoy. „Orðið butch gerir okkur þannig kleift að fókusera á þessa sameiginlegu reynslu okkar. Og það mikilvægasta er að það hefur gert karlmennsku kvenna hluta af samtalinu á ný.“ Af efnistökum og lesendahópi Butch Is Not A Dirty Word að dæma er ekkert „butch-hvarf“ í gangi, heldur þvert á móti hafa nýjar kynslóðir tekið orðið, sögu þess og samfélag upp á sína arma af áhuga og ákefð. Butch er því alls ekki gamaldags — þó er það kannski smá gamaldags og ekkert að því. Persónulega finnst mér eitt það besta við butch vera þessi tenging við söguna og fyrri kynslóðir, leið til þess að viðhalda og fagna sögu hinsegin kvenna sem hefur verið eins gleðileg og hún hefur verið erfið. Svo ég er stolt af því að nota þetta orð og að það hafi verið notað um mig. Og stolt af því að hafa tækifæri til læra af þeim sem undan fóru, rétt eins og eldri konurnar á barnum kenndu Jess í Stone Butch Blues að hnýta bindishnút og reyna við konur. Vera svo kannski örlítið óþægilega áberandi og til vandræða — eða eins og ljóðskáldið Joelle Taylor sagði í útvarpsþætti sínum: „Butch hefur aldrei verið hljóðlátt orð. Það skapar vandræði.“ BUTCH Á ÍSLENSKU Ein flækjan við að skrifa þessa grein var hvernig fara ætti með orðið butch í íslenskum texta. Ekki er til góð þýðing á orðinu á íslensku. Í Ensk-íslenskri orðabók frá 1985 segir einfaldlega „Óforml. (um kvenmann) líkari karli en konu í útliti og háttum; með kynhneigð til eigin kyns. 2. Óforml. kona sem svipar til karla í útliti og háttum eða kynhneigð.“ Til er orðið trukkalessa sem flestum þykir niðrandi. Líklega er ómögulegt að þýða orðið — enda reynsla greinarhöfunds að butch sé notað talsvert í daglegu tali á íslensku í dag, og ekkert að því. The resurection of the butch-lesbian What is butch – and where? The word butch probably comes from ‘butcher’ and was originally used, as so many of our words, as a slur against masculine women. By the 1950s the word was in common use for women in the US lesbian scene. Butch is not the first word used to describe masculine queer women but it soon settled in as a favorite and took on meaning as culture and community, as an aesthetic and a political statement. In the ‘60s and ‘70s butch became a contested phenomenon where butch/femme relationships were seen as replicating heterosexual relationships, and butches as embracing toxic masculinity. The 1990s saw a re-emergence of the the butch for a while. But now in the 2020s butch may be on the way out again. Perhaps it seems old- fashioned to younger queer people. This “disappearance of butches” has also been weponized by transphobes who claim that butches do not exist now because all masculine women are forced into transitioning. This is a load of bull. The histories of butch and trans people have allways been intertwined and the space that people now have to self- iidentify should be celebrated. But is butch truly outdated and are butch women disappering? In this author's view the answer is no. For example the magazine Butch Is Not A Dirty Word caters to a diverse group of people that identify with the word: young people who have embraced the term, its history, and its culture. Leslie Feinberg, höfundur Stone Butch Blues, lést 2014. Í París, um 1930. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.