Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 43

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 43
okkur sem vinnum í hinsegin málum til að bera okkur saman við nágrannalöndin og einnig til að læra af þeim, vita hvað við getum gert betur og halda þannig mikilvægum þrýstingi á stjórnvöld, þá sérstaklega löggjafarvaldið. En til þess að samanburðurinn sé réttur og faglegur þá þarf kortið að bera saman sömu lög/ reglugerðir/lögskýringartexta á milli landa. Það getur verið afar flókið og því koma oft upp atriði sem betur mætti fara, t.d. sem tæpt var á um alþjóðlega vernd. Samtökin ’78 hafa þegar sent ILGA-Europe erindi vegna þessa og vonast er til þess að skerpt verði á flokknum um alþjóðlega vernd við gerð næsta Regnbogakorts. Að hækka á Regnbogakortinu er skref í rétta átt, en stundum hækkum við því önnur lönd lækka, það er ekki jafn jákvætt. Við þurfum að horfa á Regnbogakortið heildstætt en ekki aðeins líta á það sæti sem við lendum í. Að uppfylla aðeins 61% af kröfum Regnbogakortsins er ekki nándar nærri nóg, Ísland á að uppfylla allar þær kröfur sem kortið setur. Því eins og staðan er núna, þá vantar hinsegin fólk 39% réttinda á Íslandi í dag Næstu skref Mikil vinna hefur verið lögð í framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks sem samþykkt var á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Það verður áhugavert að sjá hvernig sú vinna þróast en ef litið er til framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum þá byrja slíkar áætlanir gjarnan mjög vítt og verða svo markvissari með hverju árinu. Þó skal nefna að gríðarmargt sem tæpt er á í málaflokknum er eitthvað sem Samtökin ’78 hafa unnið að, án fjármagns, í mörg ár ef ekki áratugi. Það jákvæðasta við áætlunina er þó sú stefnubreyting stjórnvalda að fara í vinnu við að vernda hinsegin fólk fyrir hatursáróðri og/eða hatursglæpum, en fyrir aðeins fjórum árum ætlaði þáverandi dómsmálaráðherra að þrengja lagagrein um hatursáróður. Þetta er mikið fagnaðaefni enda sá kafli Regnbogakortsins sem er hvað rýrastur þegar litið er til Íslands. Mannréttindabarátta er langhlaup, við megum aldrei sofna á verðinum og við þurfum að mæta öllu mótlæti af krafti en á sama tíma fagna sigrunum. Hinsegin samfélagið má vita að Samtökin ’78 eru til staðar, alltaf. ILGA-Europe rainbow map and Alþingi’s action plan for queer issues Iceland ranks 9th out of 49 countries on the ILGA-Europe rainbow map, this highest in a decade. This article details the changes to the rainbow index contributing to the recent jump. It highlights the fact that meeting 31% of the requirements is not nearly good enough as that means that queer people in Iceland are still missing 69% of their basic rights. It will be interesting to see how the Alþingi’s recently-approved action plan for queer rights plays out – many of its points are ones Samtökin ‘78 have been working on for years or decades without proper funding. Human rights work is a marathon and Samtökin ‘78 are here for the community for every step of the way. Þó skal nefna að gríðarmargt sem tæpt er á í málaf lokknum er eitthvað sem Samtökin ’78 hafa unnið að, án f jármagns, í mörg ár ef ekki áratugi 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.