Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Side 57

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Side 57
Þau Axel Ingi Árnason, Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir eru þríeykið sem stendur á bak við lag Hinsegin daga í ár. Lagið er upprunalega úr söngleiknum Góðan daginn, faggi sem var frumsýndur á Hinsegin dögum 2021 við dæmalaust góðar undirtektir og er enn í sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Lagið hefur nú verið endurunnið sérstaklega fyrir Hinsegin daga og að því tilefni klætt í diskógallann. Texti lagsins talar beint inn í hinsegin þjóðarsálina og þörf okkar fyrir að skrifa eigin sögu. Það er ekki ólíklegt að þetta verði eitt þeirra laga sem mun hljóma á hverju einasta hinsegin balli og um hverja hinsegin daga um ókomna tíð. Hvernig kom það til að lagið Næs varð lag Hinsegin daga í ár? Söngleikurinn okkar Góðan daginn, faggi gekk gríðarlega vel í Þjóðleikhúskjallaranum síðasta vetur og við fengum svo mörg falleg og ljúfsár skilaboð frá fullt af hinsegin fólki í kjölfarið á því að þau sáu sýninguna. Við upplifum að sýningin hafi öðlast sitt eigið líf sem heilandi stund fyrir hinsegin fólk því fólk var að tengja svo djúpt. Okkur datt því í hug að bjóða Hinsegin dögum upp á að gera eitt af lögunum að lagi Hinsegin daga. Þetta lag hafði augljóslega mikla þýðingu fyrir hinsegin fólk og því fannst okkur liggja beinast við að nota það. Um hvað er textinn? Textinn fjallar um baráttu hinsegin fólks frá sjónarhorni söngvarans sem er samkynhneigður maður.. Bæði fjallar textinn um ytri baráttu okkar við samfélag sem gerir sögulega ekki ráð fyrir okkur eða gerir okkur oft erfitt fyrir að vera frjáls og örugg, og líka um innri baráttu hinsegin fólks og styrkinn sem við búum yfir, draumana og vonirnar og þá réttmætu kröfu okkar til heimsins að við þurfum ekki að afsaka okkur fyrir að vera við sjálf. Hvernig er þessi útgáfa frábrugðin þeirri sem er í söngleiknum? Í söngleiknum er lagið kröftug ballaða og á þeim stað í sögunni þar sem Bjarni þráir að skilja af hverju hann er með djúpt sár á sálinni og hann langar að finnast hann tilheyra samfélaginu. Svokallað „want-song” sem er mikilvægt augnablik í öllum söngleikjum. Í nýju útgáfunni klæðum við lagið í fjörugan diskógalla og breytum textanum örlítið til að hann eigi frekar við okkur öll og þrá okkar um að öll fái að tilheyra. Verður ekki örugglega tækifæri fyrir þau sem ekki hafa séð sýninguna Góðan daginn, faggi til að sjá hana? Það verða nokkrar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum í lok ágúst og byrjun september, síðan fer sýningin á ferðalag og við munum sýna ókeypis fyrir efstu bekki grunnskóla um land allt og nokkrar almennar sýningar víðsvegar um landið; í Samkomuhúsinu á Akureyri, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og í Dunhaga á Tálknafirði. Seinna á leikárinu munum við líka sýna fyrir framhaldskóla um allt land. Svo er aldrei að vita nema Góðan daginn, faggi haldi áfram í Þjóðleikhúskjallaranum, við munum halda áfram svo lengi sem fólk vill koma. Er lífið næs í dag? Já, það er næs og það gæti líka verið miklu meira næs. Við þokumst upp listann hjá Rainbow Europe hvað varðar lagalega réttarstöðu hinsegin fólks og samfélagið er alltaf að verða opnara og víðsýnna. En það er líka augljóst bakslag Næs Mikið væri það nú næs að leyfa sér að dreyma, það væri næs að vita hvar ég á heima. Það væri rosa næs ef fengi ég að vera sá sem ég er og ekkert þyrft’að fela og ég vissi upp á hár hvaða mann ég hef að geyma. Það væri næs að finna hvar ég á heima. Bros gegnum tár græðir mín sár ennþá hér eftir öll þessi ár. Mig langar svo nýja sögu að skrifa og alla leið lífinu lifa. Ég vil allt, vil það strax, ég vil meira. Mikið verður það næs er við öll megum fá að tilheyra Það er svo rosa næs að leyfa sér að vona að öll gætu séð, við erum bara svona. Það er svo næs að þurfa bara að elska. Bros gegnum tár græðir mín sár ennþá hér eftir öll þessi ár. Mig langar svo nýja sögu að skrifa og alla leið lífinu lifa. Mig langar svo nýja sögu að skrifa og alla leið lífinu lifa. Ég vil allt, vil það strax, ég vil meira. Mikið verður það næs er við öll megum fá að tilheyra í gangi akkúrat núna. Þess vegna eru Hinsegin dagar enn grundvallaratriði fyrir baráttu hinsegin fólks, fyrir sýnileikann og samstöðuna. Við erum minnt á það stöðugt að við megum ekki sofna á verðinum og verðum að vera til staðar fyrir hvert annað. Það skiptir ekki síst gríðarlega miklu máli að halda áfram að búa til list og segja sögur sem fjalla um hinsegin fólk og okkar líf á okkar forsendum. Höfundur lags: Axel Ingi Árnason Pródúser: Pétur Karl Höfundar texta: Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir Upptökur og hljóðblöndun: Aron Þór Arnarsson Söngur: Bjarni Snæbjörnsson Bakraddir: Sigga Eyrún og Sigga Beinteins Trommur: Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir Fiðla: Matthías Stefánsson Beat: Daði Freyr Framleitt af Stertabendu Mikið væri það nú næs… Lag Hinsegin daga 2022 57

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.