Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Page 80

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Page 80
H öfundur: Bergrún A ndra H ölludóttir Hinsegin hangouts Skemmtistaðinn Kiki Queer Bar þekkja flest. Karíókí á fimmtudögum og dragsýningar á föstudögum. Kiki býður öll velkomin og stemning þar er breytileg eftir því hverjir sækja staðinn hverju sinni. Það er langskemmtilegast að dansa á Kiki en ef þú ert ekki í stuði er hægt að tylla sér á efstu hæð og fara á trúnó (ef það er laust). Þetta er hinsegin staður fyrir hinsegin fólk. Hinsegin staðir fyrir hinsegin fólk —> Kiki Queer Bar. Staðir þar sem hinsegin fólk er velkomið, jafnvel í eigu hinsegin fólks (regnbogafánar uppi/aðgengileg klósett/gott vibe) —> Gaukurinn, Röntgen, Loft hostel, Ölstofan, Dillon, Aldamót. Staðir þar sem hinsegin fólk gæti hitt annað hinsegin fólk —> Tjarnarbarinn, Kaffibarinn, Iðnó, Kaldi, Skúli, 12 tónar, Húrra, 10 sopar, Veður. Gaukurinn er rótgróinn tónleika- og viðburðastaður og þar hefur myndast hefð fyrir hinseginvænum viðburðum, dragsýningum og öðru skemmtilegu sem fagnar hinsegin flórunni. Heyrst hefur að Gaukurinn verði bráðum með hjólastólaaðgengi. Röntgen á Hverfisgötu er eftirsóttur skemmtistaður og þar myndast oft hópar hinsegin fólks á spjalli eða á dansgólfinu. Diskókúlan er algjört æði. Á Aldamótum, við dómkirkjuna í Reykjavík, má stundum finna hinsegin fólk. Á Aldamótum er gerð einhverskonar tilraun til þess að vera með kynhlutlaus salerni og starfsfólkið er viðkunnanlegt. Hjólastólaaðgengi. Loft Hostel í Bankastræti er einn aðgengilegasti staður borgarinnar, bæði vegna hjólastólaðagengis og kynhlutlausra salerna, sem og áberandi regnbogafána. Svalirnar eru eftirsóttar á sólríkum dögum. Á Loft Hostel myndast oft mjög skemmtileg stemning meðal ferða- og heimamanna og andrúmsloftið er frjálslegt. Að líða öruggu og geta farið á salernið. Þetta eru lágmarkskröfur sem fólk gerir til þeirra kaffihúsa og skemmtistaða sem það sækir. Hinsegin skemmtistaðir í Reykjavík hafa tekið breytingum í gegnum árin, allt frá Barböru til 22 til Curious, en í dag er aðeins einn staður í Reykjavíkurborg sem er yfirlýstur hinsegin bar, en það er Kiki á Klapparstíg. Hinsegin fólk sækir þó auðvitað aðra staði og því fór tímarit Hinsegin daga á stúfana, heyrði í djömmurum og fékk ábendingar um hvaða staðir eru hinseginvænir og/ eða mikið sóttir af hinsegin fólki. Til þess að lesendur fái mynd af því hvers konar staðir þetta eru og hversu aðgengilegir þeir eru ákvað höfundur að skipta þeim upp í nokkra flokka.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.