Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 80

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 80
H öfundur: Bergrún A ndra H ölludóttir Hinsegin hangouts Skemmtistaðinn Kiki Queer Bar þekkja flest. Karíókí á fimmtudögum og dragsýningar á föstudögum. Kiki býður öll velkomin og stemning þar er breytileg eftir því hverjir sækja staðinn hverju sinni. Það er langskemmtilegast að dansa á Kiki en ef þú ert ekki í stuði er hægt að tylla sér á efstu hæð og fara á trúnó (ef það er laust). Þetta er hinsegin staður fyrir hinsegin fólk. Hinsegin staðir fyrir hinsegin fólk —> Kiki Queer Bar. Staðir þar sem hinsegin fólk er velkomið, jafnvel í eigu hinsegin fólks (regnbogafánar uppi/aðgengileg klósett/gott vibe) —> Gaukurinn, Röntgen, Loft hostel, Ölstofan, Dillon, Aldamót. Staðir þar sem hinsegin fólk gæti hitt annað hinsegin fólk —> Tjarnarbarinn, Kaffibarinn, Iðnó, Kaldi, Skúli, 12 tónar, Húrra, 10 sopar, Veður. Gaukurinn er rótgróinn tónleika- og viðburðastaður og þar hefur myndast hefð fyrir hinseginvænum viðburðum, dragsýningum og öðru skemmtilegu sem fagnar hinsegin flórunni. Heyrst hefur að Gaukurinn verði bráðum með hjólastólaaðgengi. Röntgen á Hverfisgötu er eftirsóttur skemmtistaður og þar myndast oft hópar hinsegin fólks á spjalli eða á dansgólfinu. Diskókúlan er algjört æði. Á Aldamótum, við dómkirkjuna í Reykjavík, má stundum finna hinsegin fólk. Á Aldamótum er gerð einhverskonar tilraun til þess að vera með kynhlutlaus salerni og starfsfólkið er viðkunnanlegt. Hjólastólaaðgengi. Loft Hostel í Bankastræti er einn aðgengilegasti staður borgarinnar, bæði vegna hjólastólaðagengis og kynhlutlausra salerna, sem og áberandi regnbogafána. Svalirnar eru eftirsóttar á sólríkum dögum. Á Loft Hostel myndast oft mjög skemmtileg stemning meðal ferða- og heimamanna og andrúmsloftið er frjálslegt. Að líða öruggu og geta farið á salernið. Þetta eru lágmarkskröfur sem fólk gerir til þeirra kaffihúsa og skemmtistaða sem það sækir. Hinsegin skemmtistaðir í Reykjavík hafa tekið breytingum í gegnum árin, allt frá Barböru til 22 til Curious, en í dag er aðeins einn staður í Reykjavíkurborg sem er yfirlýstur hinsegin bar, en það er Kiki á Klapparstíg. Hinsegin fólk sækir þó auðvitað aðra staði og því fór tímarit Hinsegin daga á stúfana, heyrði í djömmurum og fékk ábendingar um hvaða staðir eru hinseginvænir og/ eða mikið sóttir af hinsegin fólki. Til þess að lesendur fái mynd af því hvers konar staðir þetta eru og hversu aðgengilegir þeir eru ákvað höfundur að skipta þeim upp í nokkra flokka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.