Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Page 81

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Page 81
 Ölstofa Kormáks og Skjaldar á Vegamótastíg er notalegur bar skreyttur hinsegin fánum sem á marga fastagesti og er fullkominn í trúnó, en stemningin getur orðið heldur hetero um helgar. Hjólastólaaðgengi. Dillon: Andrea Jónsdóttir er með dj set á laugardögum. Rokk og viskí. Heyrst hefur að Dillon sé eða hafi verið í uppáhaldi hjá hinsegin konum. Kaffibarinn er rótgróinn í barsenunni og þangað sækja hörðustu djammararnir, já eða þau sem vilja bara kíkja í einn laufléttan á happy hour. Reykingasvæðið er gott, sem er mikilvægt fyrir hinsegin fólk. Kalda bar á Klapparstíg þekkja flest. Þar er hægt að sýna sig og sjá aðra eða kíkja á trúnó, hvort sem það er í einhverju horni eða undir hitalömpunum. Barirnir Skúli Craft Bar, 12 tónar, 10 sopar/ Vínstúkan og Veður eru staðir þar sem hinsegin fólk kemur oft saman en þessir barir eru ekki með áberandi regnbogafána eða kynhlutlaus (aðgengileg) salerni. Það er ekki mikið sem þarf til þess að trekkja að hinsegin fólk á barinn. Regnbogafáni á áberandi stað eða kynhlutlaus klósett gera staðinn aðgengilegri án mikillar fyrirhafnar. Ef til vill gleymdi greinahöfundur einhverjum bar í miðborginni og það er skömm að því að einungis hafi verið hægt að tala um bari í Reykjavík. Eitt er þó víst, seinasti bjórinn hefur ekki verið drukkinn á hinsegin skemmtistað í Reykjavík. Where do queer people party in Reykjavík? Reykjavík currently only has one officially queer club Kiki but obiously queer people party elsewhere as well. Reykjavík Pride Magazine asked a round to find in what other places queer people might find a pride flag, a gender-neutral bathroom and other queer people. Gaukurinn, Röntgen, Loft hostel, Ölstofan, Dillon, Aldamót, have a good atmosphere, queer ownership and a good bathroom situation. Tjarnarbarinn, Kaffibarinn, Iðnó, Kaldi, Skúli, 12 tónar, Húrra, 10 sopar, Veður do not have all the physical reminders of a safe space for queer people but you might meet a good amount of queer people there and a nice atmosphere. fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! 81

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.