Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 84

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 84
Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir fólk með kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og/eða kyntjáningu sem fellur ekki að ríkjandi viðmiðum samfélagsins. Hinsegin fólk er m.a. hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir, eikynhneigðir, trans fólk og intersex fólk. Kynhneigð segir til um það hverjum fólk verður skotið í, ástfangið af og/eða laðast að. Kynhneigð er allskonar, getur breyst með tímanum og er mismunandi hjá hverjum og einum. Fólk getur laðast að einhverjum af öðru kyni, af sama kyni, að tveimur eða fleiri kynjum en fyrir öðrum skiptir kyn ekki máli þegar kemur að aðlöðun. Sum laðast lítið eða ekkert að öðru fólki. Sumum hentar að skilgreina kynhneigð sína en öðrum ekki. Gagnkynhneigð: að laðast að fólki af öðru kyni Samkynhneigð: að laðast að fólki af sama kyni (hommar/lesbíur) Tvíkynhneigð: að laðast að fólki af fleiri en einu kyni Pankynhneigð: að laðast að fólki óháð kyni Eikynhneigð: að laðast lítið eða ekkert að öðru fólki BDSM-hneigð: að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti Kyneinkenni segja til um hvernig líkaminn okkar starfar og hefur því eingöngu með líffræði að gera. Kyneinkenni ná t.d. yfir hormónastarfsemi líkamans, litninga og ytri og innri kynfæri. Sumir einstaklingar fæðast með kyneinkenni sem falla ekki að ríkjandi hugmyndum um karl- og kvenlíkama og kallast það að vera intersex. Til eru margar útgáfur af því að vera intersex. Hjá sumum sést það strax við fæðingu, hjá öðrum við kynþroska, öðrum mun seinna og hjá sumum kemur það aldrei í ljós. Markkynja: að fæðast með dæmigerð kyneinkenni sem falla að stöðluðum hugmyndum um hvernig líkamar kvenna og karla líta út eða starfa Intersex: að fæðast með ódæmigerð kyneinkenni sem stangast á við staðlaðar hugmyndir um hvernig líkamar kvenna og karla líta út eða starfa Kynvitund segir til um hvernig við viljum lifa og vera í okkar kyni. Kynvitund hefur ekkert með kynfæri, líffræði eða útlit að gera, heldur með upplifun okkar af eigin kyni. Sumt fólk er með kynvitund í samræmi við það kyn sem það fékk úthlutað við fæðingu (þ.e. það kyn sem gert er ráð fyrir út frá kynfærum) og kallast það að vera sískynja. Aðrir eru með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem það fékk úthlutað við fæðingu og kallast það að vera trans. Sískynja: manneskja sem er sátt við það kyn sem hún fékk úthlutað við fæðingu Trans kona: er kona sem var úthlutað karlkyni við fæðingu Trans karl: er karl sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu Kynsegin: manneskja sem tengir hvorki við að vera karl eða kona, er blanda af hvoru tveggja eða flakkar á milli Kynleiðrétting: læknisfræðilegt ferli sem sumt trans fólk fer í, t.d. aðgerðir, taka inn hormón o.s.frv. Frekari upplýsingar og aðstoð: Samtökin ’78 – Félag hinsegin fólks á Íslandi www.samtokin78.is skrifstofa@samtokin78.is s. 552 7878 Opnunartími skrifstofu er alla virka daga kl. 13-16. Einnig bendum við á upplýsingavef Samtakanna ‘78 www.otila.is fyrir frekari upplýsingar um hinsegin hugtök, reynslusögur og hinsegin hugmyndafræði. HVAÐ ER Kyntjáning segir til um hvernig við tjáum kyn okkar út á við, svo sem hvernig við klæðum okkur, berum okkur, tölum, klippum hárið okkar og hvernig almennt fas okkar er. Frá blautu barnsbeini er okkur kennt hvernig fólk eigi að vera út frá kyni og er það iðulega tengt við staðalmyndir kynjanna. Karllæg kyntjáning: er í samræmi við ríkjandi hugmyndir um hvernig karlar eiga að tjá kyn sitt Kvenlæg kyntjáning: er í samræmi við ríkjandi hugmyndir um hvernig konur eiga að tjá kyn sitt Óræð eða ódæmigerð kyntjáning: er á einhvern hátt á skjön við ríkjandi hugmyndir um hvernig fólk eigi að tjá sig út frá kyni HVAÐ ER KYNHNEIGÐ? HVAÐ ER KYNVITUND? HVAÐ ER KYNTJÁNING?HVAÐ ERU KYNEINKENNI? M yndskreyting: H insegin félagsm iðstöðin Queer is an umbrella term for people whose sexual orientation, gender identity, sex characteristics and/or gender expression does not conform to societal norms and expectations. The queer umbrella includes (but is not limited to) trans people, gay men, lesbians, bisexual, pansexual, asexual and intersex people. Sexual orientation describes who a person is attracted to or falls in love with. Sexual orientation is unique to each individual. It can be static or change over time. People can be attracted to individuals of the same gender, of another gender, more than one gender and for some people gender is not a factor in their attraction. Some people experience little or no attraction to other people. Some people choose to name or label their sexual orientation, but others do not. Heterosexual: attraction to people of a different gender (straight) Homosexual: attraction to people of the same gender (gay/lesbian) Bisexual: attraction to people of more than one gender Pansexual: attraction to people regardless of their gender Asexual: experiencing little or no sexual attraction towards other people BDSM orientation: attraction to people that share a need for consensual and negotiated power exchange Sex characteristics are about biology. Sex characteristics are e.g. our hormones, chromosomes and reproductive organs, both internal and external. Most people are born with sex characteristics that align with typical male or female bodies. However, some people are born with sex characteristics that do not fit these norms. Some people who have atypical sex characteristics use the term intersex to describe themselves. Endosex: people born with sex characteristics that align with typical male or female bodies Intersex: people born with sex characteristics that do not fit the typical definition of male and female bodies Gender identity is about one’s own sense and feelings of gender. Gender identity is not about genitals, biology or appearance, but rather about how we experience our gender. Some people’s gender identity aligns with the gender they were assigned at birth (i.e. the gender which is assumed based on their genitalia); in other words, they are cisgender. Other people’s gender identity does not align with the gender they were assigned at birth; in other words, they are trans (sometimes referred to as transgender). Cisgender: a person whose gender identity aligns with the gender they were assigned at birth Transgender: an umbrella term for people whose gender identity does not match the gender they were assigned at birth Trans woman: a woman who was assigned male at birth Trans man: a man who was assigned female at birth Non-binary: someone who does not identify as either a man or a woman, but perhaps in between, as both or neither. Some prefer genderqueer or another term Gender confirmation / transitioning: a medical process some trans people go through e.g. taking hormones or having surgery For more information and support: Samtökin ’78 – The National Queer Organisation of Iceland www.samtokin78.is skrifstofa@samtokin78.is tel. 552 7878 The office is open every weekday from 1pm to 4pm For further information on queer terminology, stories of personal experience and queer theory, please visit Samtökin ‘78’s information website www.otila.is WHAT IS Gender expression is how people communicate their gender through body language, clothing and hairstyle, behaviour and so on. Gender expression is often viewed on a spectrum between masculinity and femininity and is imprinted in people from an early age. Ideas about gender and gender expression are culturally informed and often based on stereotypes. Masculine gender expression: aligns with societal expectations for men Feminine gender expression : aligns with societal expectations for women Androgynous gender expression: can be a combination or interplay of masculinity and femininity into an ambiguous form Atypical/gender non-conforming gender expression: does not conform to stereotypical or societal expectations of gender WHAT IS SEXUAL ORIENTATION? WHAT IS GENDER IDENTITY WHAT ARE SEX CHARACTERISTICS Illustration: The Q ueer Youth center WHAT IS GENDER EXPRESSION?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.