Úrval - 01.10.1945, Síða 24
22
ÚRVAL
nótnaheftum er dreift um það
allt, en ofan á öllu saman trón-
aði taktmælir og fornleg
klukka, sem sýndi réttan tíma.
Grannur, bláeygur og iölleit-
ur drengur kom inn í stofuna.
Það var Maxim, sonur tónskálds-
ins. Hann er hálfs sjöunda árs
og líkist föður sínum mjög.
„Hann er einn allra hávær-
asti drengur, sem til er,“ sagði
Shostakovich, er hann hafði
fengið Maxim litla nokkra lit-
blýanta. Shostakovich á dóttur,
sem heitir Galya, og hann er
svo vanur hávaðanum og mas-
inu í börnunum, að þegar hann
fer á hvíldarheimili tónskálda-
sambandsins, tekur hann þau
venjulega með sér og vinnur án
þess að vita af þeim.
Maxim litli talar um verk
föður síns með sérstakri barns-
legri lítilsvirðingu á eignarrétt-
inum. Hann talar um „hljóm-
kviðuna okkar eða kvartettinn
okkar,“ eftir því hvaða verk
berast í tal. Galya systir hans,
sem er á níunda ári, getur með
réttu talið sér tónverk fyrir
börn, sem Shostahovich er nú
að semja. Hann semur þau fyrir
hana og samkvæmt ósk hennar
og byggir á stefum, sem hún
stingur upp á. Skylda hennar er
að læra að leika hvert verk, og
síðan velur hún stefið í það
næsta. Shostakovich hefir þeg-
ar samið fimrn. Þau eru: mars,
vals, morgunganga, vöggulag
og rifrildi. Þegar hann hefir
lokið við 10 slíkar tónsmíðar,
ætlar hann að geía þær út og
leika á söngskemmtunum, og
hann bætti við, að á þessu ári
hefði hann í huga eitt slíkt verk
í viðbót, barnahljómkviðu svip-
aða og Haydn samdi.
Það, sem einkennir Shostako-
vich, er samband barnalegra,
sorglegra og eirðarlausra eðlis-
þátta. Þegar tríóið hans og
kvartettinn voru leikin opinber-
lega fyrir skömmu, og hann lék
sjálfur á píanóið, var hann
hyltur af áheyrendum, en hann
sýndist lítill, fölur, óstyrkur og
hálf óttasleginn. Ég heyrði
stúlku, sem sat fyrir aftan mig
hvísla, að hann væri eins og
lítill spörfugl á húsþaki. Að
loknum hljómleikunum þetta
kvöld, sagði einn af tónlistar-
gagnrýnendum Sovétríkjanna
við mig: „í Sostakovich spegl-
ast öld okkar. Hann er við-
kvæmur, sársaukaþrunginn og
stórfenglegur.“