Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 102
-JOO
TjRVAL
Hjartaslögin verða ofsalega
tíð. Slím sezt á tennurnar, og
ákafur þorsti fylgir. Venjulega
er það á fimmta degi, að dökk-
leitir blettir koma í Ijós, aðal-
lega á maganum og síðunum.
Þeir dökkna smátt og smátt og
verða svartbrúnir. Nokkra
stund fylgir þessu óþolandi
höfuðverkur — síðan fellur
sjúklingurinn í dá. Menn liggja
með opin, starandi augu og tala
óráð í hálfum hljóðum. 20—60
af hundraði þeirra, sem taka
veikina, deyja.
Bóluefni eru til gegn þessum
vágesti. Hið fyrsta þeira fann
Rudolf Weigl háskólakennari,
Pólverji, sem starfaði við há-
skólann í Lemberg. Hann upp-
götvaði, að taugaveikisýklarnir
söfnuðust saman í innýflum
sýktra lúsa. Hann ályktaði, að
ef hann gæti náð þessum sýkl-
um, drepið þá og dælt þeim í
sem væri vörn gegn sýklinum.
menn, mundi hann fá bóluefni,
Þessar ályktanir urðu undir-
staða fullkomnustu bóluefna,
sem nokkru sinni hafa verið-
íramleidd. Við framleiðsluna
varð Weigl að sprauta tauga-
veikissýklum inn í endaþarm-
inn á lúsum. Þetta var ótrúlega
vandasöm aðgerð, sem varfram-
kvæmt undir smásjá. Eftir
þetta varð að ala lýsnar á
mönnum. Þær voru geymdar í
litlu búri og silki þanið yfir.
Það var svo bundið fast við
líkamann. I fyrstu frömdu
Weiglhjónin þessar hryllilegu
aðgerðir á sjálfum sér. Þau
þurftu ekkert að óttast, því að
þau höfðu bæði lifað af tauga-
veikina og voru ónæm.
Sýklunum fjölgaði ört meðan
lýsnar nærðust, síðan fór fram
mjög vandasöm aðgerð. Með
hjálp smásjár voru innyflin
tekin úr lúsunum, marin og gert
úr þeim bóluefni. Hundrað lýs
þurfti til að bóluefnið nægði í
eina sprautu, en til þess að gera
mann ánæman þurfti þrjár.
Þó að þessi uppgötvun væri
vísindalegur ávinningur, hafði
hún litla hagnýta þýðingu. Það
var of erfitt að framleiða bólu-
efnið. Bandaríkjamenn unnu
bug á þessum tálmunum og
fundu aðferð til að framleiða
ágætt bóluefni í stórum stíl.
Sá maður, sem mest starfaði
að þessu, var dr. Herald R. Cox.
Hann var ungur, skemmtilegur
og sköllóttur og þekkti erfið-
leikana, sem rannsóknarmenn-
irnir höfðu átt í, er þeir reyndu
að rækta sýkil útbrotatauga-