Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 110
108
tJRVAL
eftir að hafa verið aðvöruð um
blóðþyrsta villimenn, og þarna
hittum við villimann, sem kvein-
aði af magaverk! Við skelli-
hlógum. Svo opnaði ég lyfja-
kassann og tók upp nokkrar
laxértöflur. Martin gerði villi-
manninum skiljanlegt, að hann
ætti að taka nokkrar inn um
sólsetur, og það sem eftir væri
um sólaruppkomu. Villimaður-
inn hlustaði með athygli og
gleypti allar töflurnar í einu.
Á meðan þessu fór fram,
höfðu fleiri villimenn komið út
úr skóginum —allir jafnófrýni-
legir í útliti, en að því er virtist
meinlausir. Martin stillti upp
myndavélinni og byrjaði að
kvikmynda.
Villimennirnir héldu áfram
að masa. Martin, sem skildi dá-
lítið í hrognamálinu, túlkaði:
„Þeir segja að höfðingi þeirra
sé inni í skóginum. Ef við gæt-
um kvikmyndað hann, væri
förin búin að borga sig.“
,,Ég ætla að ná í dálítið af
varningi og halda áfram,“ sagði
ég eins kæruleysislega og ég
gat. Ég tók svolítið af tóbaki og
baðmullardúk og lagði af stað.
„Bíddu, Osa! Ég get ekki
hætt á það. Ekki með þér. Ég
fer hingað einsamall á morgun.“
Ég hélt áfram. „Jæja, bíddu
þá,“ kallaði hann á eftir mér.
Við héldum inn í skóginn,
ásamt þrem af fylgdarmönnum
okkar, og fetuðum okkur eftir
dimmri skógargötunni, sem var
forug og víða hulin votum
skriðjurtum. Fyrst í stað mætti
okkur þungur og heitur þefur
af fenjum og dýjum; svo byrj-
uðum við að klífa upp bratta
brekku, sem var vaxin kjarri
og reyr. Við hljótum að hafa
verið komin í 1000 feta hæð,
því að mér var orðið stirt um
andardrátt. Allt í einu blasti
rjóður við okkur, og langt fyrir
neðan sá ég gula strandræmuna
og bátinn, sem var eins og smá-
ögn í fjöruborðinu.
Við heyrðum þrusk að baki
okkar. Hópur vilimanna, sem
voru vopnaðir byssum, voru
rétt fyrir aftan okkur. Ég sá að
Martin varð hörkulegur á svip.
„Láttu þá ekki sjá að þú sért
hrædd, Osa,“ sagði hann lágt.
Skildu varninginn eftir og
reyndu að læðast niðureftir,
meðan ég dreg athygli þeirra
að kvikmyndatökuvélinni.“
Ég ætlaði að hlýða, en nú
stóðu um 100 vopnaðir villi-
menn í vegi fyrir mér. Ein-
hversstaðar utanúr skóginum