Úrval - 01.10.1945, Side 124

Úrval - 01.10.1945, Side 124
122 ORVAL meðal þeirra, á svæðinu, sem Carl Akeley kallaði „ljónabæl- ið,“ en það er um 500 fermílur að stærð, nálægt Tanganyika. Við vorum að kvikmynda ljón, og við mötuðumst og sváfum með öskur þeirra í eyrum okkar. Stundum kom það fyrir, að við urðum smeyk við þessar stóru, gulmórauðu „kisur,“ en áður en lauk þótti okkur vænt um þær. Ljón eru yfirleitt allra skemmtilegustu dýr. Þau eru gefin fyrir að slæpast, sofa mikið og geta brugðið á leik eins og kettir. Ljónið er að jafn- aði óáreitið, ann fjölskyldu sinni, verndar hana og sér fyrir henni með prýði. Ljónsungi reikar um með jafnöldrum sín- um og tekur lífinu létt, unz hann „staðfestir ráð sitt.“ Þeg- ar ljón er orðið of gamalt til þess að geta verið jafnoki ann- arra meðlima fjölskyldunnar, er það rekið úr hópnum og látið veiða eitt síns liðs, og þá verð- ur það einatt mesti grimmdar- vargur. Ljón drepa sér til matar. Annars láta þau önnur dýr í friði, nema ef þeim bregður mjög eða þau eru í sjálfsvörn. Verði ljón fyrir árás eða særist, leggur það aldrei á flótta, en berst eins lengi og líftóra er í hinum glæsilega búk þess. Þó að ljón séu 400—500 pund að þyngd, geta þau hlaupið uppi nærri allar skepnur á spretti. Þau bana bráð sinni með því að slá hana eitt högg með hramm- inum eða mola hana með hvoft- inum. Eitt sinn vorum við heilan eftirmiðdag rétt hjá 14 ljónum í hóp. Þar sem við vissum, að ljón láta bifreiðar afskiptalausar — jafnvel opna vagna, þar sem farþegarnir sjást — kvikmynd- uðum við þau, er þau voru að leika sér og fljúgast á klukku- stundum saman. Þegar þau fóru að þreytast, lögðust þau til svefns, venjulega á bakið, með fæturna upp í loft, og hrutu ógurlega. Það var ekki hægt að hugsa sér prúðari og elskulegri ljónahóp. Þegar ég ætlaði loks að aka burt, ákvað ungt karlljón að koma í veg fyrir brottför okk- ar. Ljónið var augsýnilega æst og tók að elta okkur. Eina ör- ugga ráðið var að nema staðar, því að ljónið, eins og önnur dýr af kattarætfinni, veita alltaf flýjandi veiðibrá eftirför. Martin miðaði byssu sinni á höfuð dýrsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.