Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 124
122
ORVAL
meðal þeirra, á svæðinu, sem
Carl Akeley kallaði „ljónabæl-
ið,“ en það er um 500 fermílur
að stærð, nálægt Tanganyika.
Við vorum að kvikmynda ljón,
og við mötuðumst og sváfum
með öskur þeirra í eyrum okkar.
Stundum kom það fyrir, að við
urðum smeyk við þessar stóru,
gulmórauðu „kisur,“ en áður en
lauk þótti okkur vænt um þær.
Ljón eru yfirleitt allra
skemmtilegustu dýr. Þau eru
gefin fyrir að slæpast, sofa
mikið og geta brugðið á leik
eins og kettir. Ljónið er að jafn-
aði óáreitið, ann fjölskyldu
sinni, verndar hana og sér fyrir
henni með prýði. Ljónsungi
reikar um með jafnöldrum sín-
um og tekur lífinu létt, unz
hann „staðfestir ráð sitt.“ Þeg-
ar ljón er orðið of gamalt til
þess að geta verið jafnoki ann-
arra meðlima fjölskyldunnar,
er það rekið úr hópnum og látið
veiða eitt síns liðs, og þá verð-
ur það einatt mesti grimmdar-
vargur.
Ljón drepa sér til matar.
Annars láta þau önnur dýr í
friði, nema ef þeim bregður
mjög eða þau eru í sjálfsvörn.
Verði ljón fyrir árás eða særist,
leggur það aldrei á flótta, en
berst eins lengi og líftóra er í
hinum glæsilega búk þess. Þó
að ljón séu 400—500 pund að
þyngd, geta þau hlaupið uppi
nærri allar skepnur á spretti.
Þau bana bráð sinni með því að
slá hana eitt högg með hramm-
inum eða mola hana með hvoft-
inum.
Eitt sinn vorum við heilan
eftirmiðdag rétt hjá 14 ljónum í
hóp. Þar sem við vissum, að ljón
láta bifreiðar afskiptalausar —
jafnvel opna vagna, þar sem
farþegarnir sjást — kvikmynd-
uðum við þau, er þau voru að
leika sér og fljúgast á klukku-
stundum saman. Þegar þau fóru
að þreytast, lögðust þau til
svefns, venjulega á bakið, með
fæturna upp í loft, og hrutu
ógurlega. Það var ekki hægt að
hugsa sér prúðari og elskulegri
ljónahóp.
Þegar ég ætlaði loks að aka
burt, ákvað ungt karlljón að
koma í veg fyrir brottför okk-
ar. Ljónið var augsýnilega æst
og tók að elta okkur. Eina ör-
ugga ráðið var að nema staðar,
því að ljónið, eins og önnur dýr
af kattarætfinni, veita alltaf
flýjandi veiðibrá eftirför.
Martin miðaði byssu sinni á
höfuð dýrsins.