Skinfaxi - 01.03.2016, Page 3
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3
Alþingi samþykkti 2. júní síðastliðinn þings-
ályktunartillögu um stofnun lýðháskóla á
Íslandi. Í ályktuninni felst að mennta- og
menningarmálaráðherra hefji vinnu við
frumvarp um almenna löggjöf um lýðháskóla á
Íslandi og leggi fram frumvarp um skólana á Alþingi
eigi síðar en á vorþingi 2017.
Þingsályktunin var fyrst lögð fram í janúar 2015.
Þar og aftur í nýju ályktuninni kom fram að markmiðið
sé að lýðháskóli verði viðurkenndur valkostur í mennt-
un sem njóti stuðnings hins opinbera. Stefnt er á að
við gerð frumvarpsins verði horft til þess fyrirkomu-
lags sem gildir um starfsemi lýðháskóla á Norður-
löndum.
Mörg hundruð lýðháskólar eru á Norðurlöndunum
en aðeins einn nú um stundir á Íslandi. Lýðháskólar
hafa verið reknir hér til skamms tíma annað slagið
frá því að Guðmundur Hjaltason rak lýðháskóla á
Akureyri og í Laufási við Eyjafjörð á árunum 1881–86
en þeir hafa aldrei verið jafn langlífir og erlendis
enda flestir reknir af einstaklingum og án traustra
bakhjarla til langframa.
Hugmyndir hafa verið uppi um áratuga skeið innan
UMFÍ og ungmennafélagshreyfingarinnar um að
stofna lýðháskóla hér á landi. UMFÍ fjármagnaði að
hluta íþróttaskóla í norrænum anda sem glímukóng-
urinn Sigurður Greipsson setti á laggirnar í Haukadal
á Suðurlandi sumarið 1927 og rak til ársins 1969. Hug-
myndin gekk í endurnýjun lífdaga árið 2009 en þá
viðraði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, þá formaður
UMFÍ, hana við þau Katrínu Jakobsdóttur, þá mennta-
og menningarmálaráðherra, og Árna Pál Árnason,
þáverandi félagsmálaráðherra. Vel var tekið í hug-
myndina á þeim tíma. Þingmenn Bjartrar framtíðar
lögðu tillöguna, sem samþykkt var nú, upphaflega
fram á Alþingi í janúar árið 2015 og var Brynhildur
Pétursdóttir flutningsmaður hennar.
Sjá nánar um ályktunina:
Þingskjal 1482 – 17. mál. Nr. 41/145
H áskólaráð Háskóla Íslands ákvað
í febrúar árið 2016 að flytja grunn-
nám í íþrótta- og heilsufræði frá
Laugarvatni til Reykjavíkur. Jón Atli
Benediktsson, rektor Háskóla Íslands,
sagði í aðsendri grein í Fréttablaðinu
ástæðuna fyrir flutningi námsins þá að
aðsókn hafi minnkað í íþrótta- og heilsu-
fræði á Laugarvatni. Nemendur þyrftu
að vera 120 í stað 40 í fullu námi svo
námsbrautin stæði undir sér.
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ,
segir að með fyrirhuguðum flutningi
Íþróttakennaraskólans til Reykjavíkur
sé tækifæri fyrir UMFÍ til að koma að
stofnun lýðháskóla á Laugarvatni.
„Ég tel þörf fyrir þessa tegund skóla
fyrir íslensk ungmenni, sem hafa lokið
stúdentsprófi og eru að velta framtíð-
inni fyrir sér, enda fá nemendur þeirra
góðan undirbúning fyrir lífið,“ segir
Lýðháskólar
í hnotskurn
• Fjöldi lýðháskóla er á Norður-
löndum.
• Margir Íslendingar fara í lýðháskóla
á ári hverju, flestir til Danmerkur.
• Lýðháskólar eru afar mismunandi
enda með misjafnt námsframboð.
• Lýðháskólar eru mjög mismunandi
eftir því hverjir standa að rekstri
þeirra. Ýmist eru skólarnir sjálfs-
eignarstofnanir eða reknir af félaga-
samtökum, sveitarfélögum eða
öðrum. Áherslan getur verið allt
frá listum og menningu til íþrótta,
lýðfræði, trúarlegrar fræðslu og
umhverfisverndar.
• Nemendur við lýðháskóla eru alla
jafna 18 ára eða eldri og stunda nám
við skólana í 4–12 mánuði. Sumir
skólar taka við yngri nemendum.
• Einn skóli er starfræktur hér á
landi á grundvelli hugmyndafræði
lýðháskólanna, LungA á Seyðisfirði.
Er lýðháskóli UMFÍ
að verða að veruleika?
Formaður UMFÍ
segir lýðháskóla
eiga upp á pall-
borðið um þess-
ar mundir.
Ekkert verði þó
gert án sam-
starfs við hið
opinbera.
Lýðháskólar sérhæfa sig á ýmsum
sviðum. Þeir sem fara á vegum
UMFÍ eða fá styrk hjá UMFÍ til náms
í lýðháskóla fara margir í íþrótta-
tengda skóla í Danmörku eða
Noregi. Íþróttaaðstaða Íþrótta-
kennaraskólans á Laugarvatni er
góð og kæmi sér án efa vel fyrir
lýðháskóla (sjá mynd til vinstri).
Haukur. Dóttir hans fór í lýðháskólann Odder Højskole í
nágrenni Árósa í Danmörku og líkaði það mjög vel.
Haukur segir lýðháskóla eiga upp á pallborðið hér á landi nú
um stundir, ekki síst ef teknar verða upp meiri fjöldatakmarkan-
ir í háskólana eins og er gert á Norðurlöndunum. „Ef það verð-
ur að veruleika er lýðháskóli góður kostur fyrir þá sem vilja læra
eitthvað annað en boðið er upp á í háskóla og vilja einnig fá
tíma til að átta sig á hvað viðkomandi
vilji læra í háskóla. Margir innan og utan
UMFÍ hafa farið í erlenda lýðháskóla og
segjast búa að því í lífinu. Kannski þarf
stúdentspróf ekki að vera skilyrði fyrir
námi í slíkum skóla.“
H aukur sér fyrir sér að í lýðhá-
skóla á Laugarvatni verði t.d.
boðið upp á sérhæft nám sem
tengist ferðamennsku, íþrótta- og úti-
vistartengt nám og leiðtogahæfileikar
ungs fólks verði efldir. „UMFÍ hefur bak-
grunn í lýðháskólum og við getum leit-
að leiðsagnar og samvinnu hjá systur-
samtökum okkar í Danmörku þar sem
mikil þekking er á slíkum skólum. Miklir
möguleikar felast því í stofnun lýðhá-
skóla á Laugarvatni ef hið opinbera er
tilbúið til að vinna með okkur að því og
mikilvægt er að vinna þetta allt með og
í sátt við menntamálayfirvöld í landinu,
Ég legg áherslu á það, “ segir Haukur
Valtýsson.
Lýðháskóli á Laugarvatni