Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 6

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 3. tbl. 2016 Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Ljósmyndir: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Einar Skúlason, Vilhelm Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Birgir Örn Sigurðsson, Jón Páll Hreinsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ Sigtúni 42, 105 Reykjavík Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar- fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki) Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason Kristinn Óskar Grétuson Sigurður Óskar Jónsson Guðmundur Sigurbergsson Forsíðumynd: Barbára Sól Gísladóttir Hlíðdal er hress 15 ára fótboltastelpa á Selfossi. Gunnar Gunnarson tók myndina sem prýðir forsíðu Skinfaxa að þessu sinni af Barbáru þegar hún keppti á Unglingalandsmóti UMFÍ á síðasta ári. Rætt er við hana um mótið á blaðsíðu 61 í Skinfaxa. „Hátíðin okkar gekk mjög vel enda rættist úr veður- spánni,“ sagði Erla Gunnlaugsdóttir, starfsmaður UÍA, um Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar í Fljótsdals- héraði en hún var haldin dagana 8.–10. júlí sl. Hátíðin hefur verið haldin árlega aðra vikuna í júlí síðan árið 1975 og var þetta 41. árið sem hún var haldin. Þátttakendur á sumarhátíðinni voru í kringum 150 sem var mjög gott enda lofaði veðurspáin ekki góðu. Sunnudaginn 10. júlí brast á með sól og blíðu og 13 gráðu hita. Á meðal skemmtilegheitanna á Sumarhátíðinni þetta árið voru ritlistarsmiðjur á fyrsta mótsdegi og Landsbankapúttmót barna, unglinga og eldri borg- ara. Þá var haldin kökuskreytingarkeppni og var þar slegið met enda 25 sem skelltu sér í kökuskreytingar. Auk þessa var keppt í fjallahjólreiðum, bogfimi, cross- fit, ljóðaupplestri, sundi, knattspyrnu, frisbí, frjálsum og mörgum fleiri greinum. Athygli vakti kraftur í félagsmönnum Ungmenna- félagsins Neista á Djúpavogi sem fjölmenntu á hátíð- ina. Þaðan komu 50 þátttakendur sem meðal annars leigðu sér stórt hús undir fjöldann. Sólin lék við gesti Sumarhátíðar UÍA N æsta Unglingalandsmót UMFÍ verð- ur haldið á Fljótsdalshéraði um verslunarmannahelgina 2017. Mótið var síðast haldið á Héraði árið 2011 en verður nú haldið á ný, og sem fyrr undir nafni Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands (UÍA) í samstarfi við sveitarfélagið Fljótdalshérað. Unglingalandsmót UMFÍ var fyrst haldið á Dalvík árið 1992 og því verður mótið á Héraði 25 ára afmælismóti. Við bætist að þetta verður tuttugasta árlega mótið, en Unglingalandsmótin voru haldin á tveggja ára fresti fyrstu árin. Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunar- mannahelgina. Mótið er öllum opið á aldrinum 11–18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Unglingalandsmót UMFÍ 2017

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.