Skinfaxi - 01.03.2016, Side 23
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 23
BORGARNES
Tengsl Borgarness við Egils sögu eru órjúf-
anleg enda ber íþróttafélag bæjarins nafn-
ið Skallagrímur. Höfuðpersóna Eglu kem-
ur víða við í örnefnum bæjarins. Í skrúð-
garðinum Skallagrímsgarði er minnis-
merki sem sýnir Egil flytja lík Böðvars son-
ar síns sem drukknaði í Hvítárósum. Vest-
an við Borgarnes er Brákarey sem kennd
er við Þorgerði brák, ambátt á Borg, sem
ól Egil Skalla-Grímsson upp fyrstu árin.
Gaman er að nýta tækifærið og kynna
sér Egils sögu ef fólk á ferð um Borgarnes.
Það er hægt að gera í Landnámssetri
Íslands sem er skammt frá Brákarey og þar
er hægt að kynnast Eglu og landnáms-
sögunni í nútímaútfærslu.
BJÖSSARÓLÓ
Bjössaróló er skemmtilegur heimatilbúinn
leikvöllur, gerður af Birni Guðmundssyni,
trésmíðameistara í Borgarnesi, sem fædd-
ur var árið 1911. Björn var nýtinn og mót-
fallinn því að fólk henti nýtanlegum hlut-
um. Í samræmi við þetta viðhorf smíðaði
hann öll leiktækin á Bjössaróló úr hlutum
sem hafði verið hent eða nýttust öðrum
ekki lengur. Björn hóf smíði leikvallarins
árið 1979. Inngangurinn að Bjössaróló er
krókóttur. Þetta gerði Björn af ráðnum
hug því að það taldi hann kenna börn-
unum að flýta sér ekki um of í lífinu. Björn
hélt Bjössaróló sjálfur við fram yfir áttrætt.
Hann lést árið 1997.
EINKUNNIR
Norðan Borgarness er fólkvangurinn
Einkunnir. Nafnið er fornt og kemur fyrir í
Egils sögu. Svæðið hentar vel til útivistar,
þar eru skemmtilegar gönguleiðir og afar
fjölbreytt fuglalíf. Einkunnir henta vel til
lautarferða en munum að ganga vel um.
SAFNAHÚS
BORGARFJARÐAR
Í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi er
að finna mjög áhugaverðar sýningar. Sýn-
ingin Börn í 100 ár er myndræn sögusýn-
ing um Ísland á 20. öld, séð frá sjónarhóli
barna. Þetta er sérhönnuð sýning fyrir börn
en hentar fullorðnum einnig afar vel. Ævin-
týri fuglanna er einstaklega falleg sýning á
merku safni uppstoppaðra íslenskra fugla.
Sundlaugin
Borgarnesi
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er í miðjum
bænum. Þar er glæsileg aðstaða til íþrótta-
iðkana. Sundlaugin er vinsælust hjá þeim
sem heimsækja bæinn enda er hún með
þeim flottari á landsbyggðinni, með úti-
og innisundlaug, vatnsrennibrautum, heit-
um pottum, vaðlaug, eimbaði og góðri sól-
baðsaðstöðu.
Borgarfjörður er
stútfullur af sögum