Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 25

Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 25
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Borgarfjörður Borgarfjarðarhérað er rómað fyrir náttúru- fegurð og mikla fjölbreytni í náttúrunni og þar er aðgengilegt að njóta fossa, fjalla, hrauns og skóga, heitra hvera og jökla. Þar eru fjölbreyttir útivistarmöguleikar. Sagan drýpur af hverju strái og Reykholt er mið- punktur sögusviðsins. Reykholt Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug. Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og ein- stæð verk hans. Stofnunin vinnur að rann- sóknum í miðaldafræðum og sögu Borgar- fjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnbúð með íslensku handverki, listmunum og bókum um sagnfræði og bókmenntir. Húsafell Náttúran við Húsafell einkennist af víð- feðmum og gróskumiklum skógi sem teygir sig upp eftir hlíðum fjallanna og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið. Undan skóginum birtist svo hraunið með tærum uppsprettulindum og lækjum. Yfir fögrum fjallahring gnæfa tignarlegir jöklar, Ok, Langjökull og Eiríksjökull, og frá þeim falla hvítfyssandi jökulár. Í Húsafelli er skemmtileg sundlaug og gott tjaldsvæði. Þar er einnig að finna veitingastað, verslun og hótel. Hvanneyri Hvanneyri er höfuðstaður íslensks landbún- aðar. Bændaskóli var stofnaður að Hvann- eyri 1889 þannig að margir íslenskir bænd- ur hafa sterkar taugar til staðarins. Land- búnaðarsafn Íslands, sem sýnir bútækni fyrri tíma, er á staðnum og einnig Ullarselið sem er handverksverslun með hágæða íslenskt handverk. Hvalfjörður Í seinni heimstyrjöldinni, á árunum 1940– 1945, var flotastöð Bandamanna innst í Hvalfirði þar sem Hvalstöðin er nú. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Rússlands og oft og tíðum var fjörðurinn fullur af skipum. Bækistöðvar voru reistar í landi Litlasands og Miðsands. Enn má sjá minjar frá stríðs- árunum og eru þar meðal annars braggar sem hafa verið gerðir upp. Að aka um Hvalfjörð í góðu veðri er alveg einstakt og gaman að gefa sér góð- an tíma. Glymur Hæsti foss Íslands, tæpir 200 m, er innst í Hvalfirði. Gangan að Glym tekur um þrjá tíma og er leiðin skemmtileg en frekar brött á köflum. Ef fólk hefur ekki fengið nægju sína þegar komið er upp er hægt að halda áfram að Hvalvatni sem er 160 m djúpt.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.