Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 26

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Í upphafi 20. aldar átti Ísland ekki eigin fána, enda ekki sjálfstætt ríki. Sjálfstæði landsins og sérstakur fáni voru frá upp- hafi baráttumál ungmennafélaga og beittu frumkvöðlar Ungmennafélags Akureyrar, Jóhannes Jósefsson og félag- ar, sér fyrir skoðanakönnun um land allt vorið 1907 um það hvernig fáninn ætti að vera. Blár fáni með hvítum krossi hlaut yfirgnæfandi fylgi og var hann nefndur Hvítbláinn. Fáninn var talinn tákna bláma himins og fjalla og hrein- leika íslenskra jökla. Einar Benediktsson skáld orti kvæði til fánans og sagði: Rís þú, unga Íslands merki, upp með þúsund radda brag. Tengdu oss í einu verki anda, kraft og hjartalag. Rís þú, Íslands stóri, sterki stofn, með nýjan frægðardag. Skín þú fáni eynni yfir, eins og mjöll í fjallahlíð. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Munist hvar sem landinn lifir litir þínir alla tíð. Árið 1915 eignuðust Íslendingar sinn þrílita þjóðfána að tillögu fánanefndar sem konungur hafði skipað. Varð Hvít- bláinn þá sjálfkrafa fáni UMFÍ og þar með allra ungmennafélaga sem höfðu tekið við hann ástfóstri. Hvítblái fáninn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.