Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Kostar lítið meira en að
koma sér af stað
Í inngangi í fyrstu göngu-
bókinni segir Björn Bjarn-
dal Jónsson, þáverandi
formaður UMFÍ: „Í tæp-
lega eina öld hefur ung-
mennafélagshreyfingin á
Íslandi unnið að ræktun
lýðs og lands. Og áfram
skal haldið. Ein leið sem
fær okkur til að hugsa
um landið okkar og nátt-
úru er að fara út að ganga.
Við verðum bergnumin af stórbrotinni nátt-
úru landsins og kunnum betur að meta hana
og förum ósjálfrátt að huga að umhverfinu.“
Hann segir ennfremur: „Með því að njóta
náttúrunnar á göngu fáum við heilsubót í
kaupbæti og náum að byggja upp líkamleg-
an sem andlegan styrk. Það sem gerir göngu
að betri heilsurækt en flest annað er að hún
kostar lítið meira en að koma sér af stað.“
Þægilegur göngutúr
um landið okkar
Í fyrstu göngubókinni
var einnig ávarp frá Jóni
Kristjánssyni, þáverandi
heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra.
Hann segir m.a.: „Við
höfum í okkar daglega
umhverfi fjölbreytta
möguleika til hreyfingar
sem eru vannýttir. Við
verðum að halda vöku
okkar og nýta okkur
þá möguleika sem við höfum til reglubund-
innar hreyfingar, okkur til heilsubótar.
Ganga hentar sérlega vel í þessu skyni
fyrir alla fjölskylduna og hvet ég því ykkur,
Íslendingar góðir, til að hafa það hugfast á
ferð um landið jafnt sem heima og fá ykkur
þægilegan göngutúr um landið okkar.“
UMFÍ hefur á hverju ári, allt frá 2002,
gefið út litla göngubók þar
sem finna má stuttar gönguleiðir víðs vegar
um landið. Í fyrstu göngubókinni voru 144
gönguleiðir. Árið eftir fjölgaði þeim í 238, árið
2004 voru þær 265 og ári síðar 288. Árið 2008
voru þær 289 og 2009 alls 290. Síðustu ár hafa
þær verið 280 talsins. Í fyrstu göngubókinni
segir að til að vera með í verkefninu þurfi
leiðin að vera „fjölskylduvæn“, vel merkt, þ.e.
stikuð eða stígur, um 0,5–2 klst. ganga og
að helst þurfi að vera til kort eða bæklingur
um hana.
Frá 2002 til 2008 var eitt Íslandskort í bók-
inni þar sem allar gönguleiðirnar voru merkt-
ar inn með póstnúmerum. Í bókinni, sem kom
út 2009, var landinu skipt upp í 12 landshluta-
kort. Þau voru Reykjavík, Suðvesturland, Vest-
urland, Vestfirðir, Norðvesturland, Norður-
land, Norðausturland, Austurland, Suðaustur-
land 1, Suðausturland 2 og Suðurland. Árið
2013 var hætt að auðkenna gönguleiðirnar
eftir póstnúmerum. Þess í stað fengu þær
tvo bókstafi sem gáfu til kynna landshluta
og á eftir kom númer leiðarinnar.
Verkefnið Göngum um Ísland
Ungmennafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið ákváðu
árið 2002 að fara af stað með sérstakt átak til þess að
fá fólk til að ganga reglulega sér til heilsubótar. Hug-
myndin með verkefninu, sem fékk nafnið Göngum um
Ísland, var einnig að fá ferðafólk til að staldra örlítið við
á ferðum sínum um landið og fara í stuttar gönguferðir.
Sérstök verkefnisstjórn var skipuð og þjónustumiðstöð
UMFÍ á Egilsstöðum falið að sjá um verkefnið. Helgi M.
Arngrímsson var ráðinn starfsmaður Göngum um Ísland.
Sá hann um undirbúning og kom verkefninu af stað.
Björn Bjarndal
Jónsson, fv. for-
maður UMFÍ.
Jón Kristjánsson,
fv. heilbrigðis- og
tryggingamála-
ráðherra.
Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ
Örn Guðnason tók
saman.