Skinfaxi - 01.03.2016, Síða 37
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37
Einstaklega
skemmtilegt verkefni
Í inngangi að göngu-
bókinni 2003 segir Helgi
M. Arngrímsson m.a.:
„Þetta hefur verið ein-
staklega skemmtilegt
verkefni því alls staðar
eru góðar viðtökur, hvort
sem er hjá þeim sem
„eiga“ leiðirnar eða hjá
þeim sem hafa nýtt sér
leiðabókina. Við öflun
upplýsinga hafði ég sam-
band við fjölda fólks hjá ferðaþjónustunni,
sveitarfélögunum og hjá ungmennafélags-
hreyfingunni. Ég fékk ábendingar um veru-
legan fjölda áhugaverðra leiða.“
Áhugaverð fjöll fyrir
alla fjölskylduna
Í inngangi að göngu-
bókinni 2002 segir Ásdís
Helga Bjarnadóttir, for-
maður umhverfisnefndar
UMFÍ: „Árið 2002 hefur
verið tileinkað fjöllum,
myndun þeirra, sögu
og dulúð. Umhverfis-
nefnd UMFÍ og héraðs-
samböndin vilja því
bjóða þér á fjöllin í
sumar. Hér á eftir eru tilgreind áhugaverð
fjöll sem í nær öllum tilvikum eru auðveld
uppgöngu fyrir göngufæra fjölskyldumeð-
limi. Þann 22. júní verður farið með gesta-
bækur á þessi fjöll sem allir eru beðnir að
rita nafn sitt og heimilisfang í. Gestabæk-
urnar verða í póstkössum sem Íslandspóst-
Helgi M. Arngríms-
son (1951–2008),
verkefnisstjóri.
Fjölskyldan á fjallið
F jölskyldan á fjallið hefur frá upphafi
verið hluti af gönguverkefni UMFÍ.
Að því stóðu Umhverfisnefnd UMFÍ og
héraðssamböndin. Í fyrstu göngubókinni
tilnefndu 18 sambandsaðilar UMFÍ samtals
21 áhugavert fjall. Árið eftir voru 20 sam-
bandsaðilar sem tilnefndu samtals 22 fjöll.
Árið 2004 tilnefndi 21 sambandsaðili sam-
tals 24 fjöll. Lögð var áhersla á að þau væru
auðveld uppgöngu fyrir göngufæra fjöl-
skyldumeðlimi, eins og sagði í göngubók-
inni. Farið var með póstkassa og gestabók á
fjöllin þar sem allir voru beðnir að rita nafn
sitt og heimilisfang í. Um haustið voru svo
dregnir út vinningshafar og nöfn þeirra birt
á heimasíðu UMFÍ. Heimasíðunni ganga.is
var einnig komið upp þar sem finna mátti
frekari upplýsingar um gönguleiðirnar.
Í upphafi voru gönguleiðirnar tengdar
póstnúmerum. Til dæmis voru fimm
gönguleiðir tengdar póstnúmeri 356.
Gönguleið 356-a hét Frambúðir, 356-b Eftir
Sölvahamri, 356-c Neðstagata – Helluhraun,
356-d Rauðfeldargjá í Botnsfjalli og 356-e
Bárðarlaug.
Ásdís Helga Bjarna-
dóttir formaður,
umhverfisnefndar.
ur lánar. Bækurnar verða sóttar í lok ágúst
og dregnir út vinningshafar. Nöfn þeirra
verða birt á heimasíðunni www.umfi.is.“
Tengjumst náttúrunni
beint og milliliðalaust
Í Göngubókinni 2004 er
ávarp frá Sigríði Önnu
Þórðardóttur umhverfis-
ráðherra. Þar segir hún
m.a.: „Náttúra Íslands er
einstæð að fegurð og
fjölbreytileika. Fugla-
söngurinn, mosinn,
lækirnir, kjarrið, melarnir,
hraunið, hverirnir, fjöllin,
jöklarnir, óbyggðirnar,
kyrrðin. Allt er þetta greypt djúpt í vitund
Íslendinga og fátt, ef nokkuð, jafnast á við að
ferðast um og njóta þessara gæða landsins.
Engin leið er betri til þess en að ferðast um
landið á tveimur jafnfljótum. Með göngu-
ferðum tengjumst við náttúru landsins beint
og milliliðalaust.“
Feta í fótspor
forfeðranna og ganga
Jónína Bjartmarz um-
hverfisráðherra segir í
ávarpi í göngubókinni
2006: „Besta leiðin til að
endurvekja, kynnast og
varðveita fornar leiðir er
að feta í fótspor forfeðr-
anna og ganga. Fátt er
betra en að ferðast um
landið á tveimur jafn-
fljótum. Þannig tengj-
umst við náttúru landsins
beint og milliliðalaust.“
Sigríður Anna
Þórðardóttir, fv.
umhverfisráðherra.
Jónína Bjartmarz,
fv. umhverfisráð-
herra.