Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 41

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 41
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 41 Vaka Rögnvaldsdóttir segir foreldra verða að vera fyrirmynd Nokkur atriði um rannsóknina • Árið 2015 tóku nemendur í sex skólum þátt í rannsókninni – það er um 10% unglinga á þessum aldri. • Nemendur í 10. bekk grunn- skóla sofa á skóladögum í 6,2 klst. Ráðlagður svefn er 8 klst. • Um helgar sofa ungmennin í 7,3 klst. • Aðeins um 8% 15 ára drengja fá nægan svefn og 13% stúlkna. • Þrek unglinga hefur minnkað um 8–10% frá árinu 2003. • Unglingar hafa þyngst um 4 kg á sama tíma. hætti en áður tengt svefnrannsóknirnar við mælingar á þreki, hreyfingu, holdafari og almennri líðan.“ Hvernig er heilsa barnanna? „Við erum ekki komin það langt að geta alhæft hver heilsan er. En við teljum okkur komin með vísbendingar. Næsta verkefni okkar verður að skoða þessa þætti saman,“ segir Vaka. Líkamsklukka unglinga breytist Að sögn Vöku sýna niðurstöður klínískra erlendra rannsókna að á unglingsaldri eiga sér breytingar stað í líkama barna sem veld- ur því að þau syfjar seinna og því þurfa þau að sofa lengur fram eftir morgni. Grípa má til einfaldra ráða til að vega upp á móti þessu, að sögn Vöku. Hún bendir á að skólastarf í Laugarnesskóla hefur hafist kl. 8:30 á morgnana og eru aðstandendur skólans, nemendur og foreldrar mjög ánægð með það fyrirkomulag. Síðastliðið haust ákvað svo skólastjórn Laugalækjar- skóla að ósk nemenda og foreldra við skól- ann að gera þetta líka. „Börnunum finnst þetta frábært,“ segir Vaka sem á börn í báðum skólum. „Það munar kannski ekki miklu að byrja 15 mínútum seinna en áður. En það getur gert gæfumun fyrir börnin. Sérstaklega yfir dimmasta tíma ársins.“ Sumir hafa mælt með því að breyta klukkunni hér á landi eins og í öðrum lönd- um. En hvað segir Vaka við því? „Það er góð spurning, sem má vera opin enda myndi slík breyting hafa marg- vísleg áhrif á samfélagið í heild. Það er mun stærra mál og annars eðlis. Við getum t.d. ekki verið viss um að unglingar færu fyrr að sofa þó að klukkunni væri breytt,“ svarar Vaka Rögnvaldsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.