Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2016, Side 45

Skinfaxi - 01.03.2016, Side 45
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 45 H reyfivika UMFÍ var sett í hádeginu mánudaginn 23. maí í garði þjónustumið- stöðvar UMFÍ. Fjölmiðla- og Hraðfréttamaðurinn Gunnar Sig- urðarson var kynnir á setningunni. Þangað var boðið bæjarstjórum sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúum íþróttahreyfinga ásamt fleir- um til að keppa í stígvélakasti við hressa krakka úr 5. H. í Háaleitisskóla í Reykjavík. Stórgóð stemning var við setninguna og fengu allir sem vildu að spreyta sig í stígvélakastinu í garðin- um sem prýddur var appelsínugulum blöðrum og borðum. Lengsta kastið átti Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Elsti þátttakandinn var Hjörtur Þór- arinsson, varaformaður FÁÍA og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Hann varð 89 ára fyrr á árinu.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.