Skinfaxi - 01.03.2016, Page 47
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 47
E inn liður í Hreyfiviku UMFÍ er sund-
keppni á milli sveitarfélaga. Hug-
mynd keppninnar er komin frá
Fjallabyggð árið 2015 þar sem keppni
átti að fara fram á milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar. Forstöðumaður íþrótta-
mannvirkja í Fjallabyggð laumaði hug-
myndinni að landsfulltrúa UMFÍ og úr
varð að 28 sveitarfélög skráðu sig til leiks
árið 2015 og 35 sveitarfélög árið 2016.
Mikil stemning, stuð og samhugur
myndaðist í mörgum sveitarfélögum á
meðan keppninni stóð. Fólk kepptist við
að fara í sund og synda metra fyrir sitt
sveitarfélag, sumir fóru tvisvar sinnum
á dag, margir bættu við sig metrum og
syntu lengra og oftar en þeir eru vanir.
Sundkeppni sveitarfélaga var geysi-
spennandi frá fyrsta degi og var hart bar-
ist um toppsætið. Mörg sveitarfélög
Úrslitin í sundkeppni sveitarfélaga
1. Rangárþing ytra Hella 487 m (á hvern íbúa)
2. Hrísey 413 m (á hvern íbúa)
3. Rangárþing eystra Hvolsvöllur 268 m (á hvern íbúa)
4. Húnaþing Hvammstangi 184 m (á hvern íbúa)
5. Blönduós 166 m (á hvern íbúa)
6. Dalvíkurbyggð 158 m (á hvern íbúa)
7. Fjallabyggð 119 m (á hvern íbúa)
8. Fjarðabyggð Eskifjörður 116 m (á hvern íbúa)
9. Stykkishólmur 115 m (á hvern íbúa)
10. Ölfus Þorlákshöfn 95 m (á hvern íbúa)
Sundkeppni
sveitarfélaga
2015
28 sveitarfélög
3.900 km syntir
4.000 sundferðir
2016
35 sveitarfélög
4.030 km syntir
6.000 sundferðir
náðu því suma daga en stöldruðu
stutt við.
Samanlagt syntu þátttakendur í
sundkeppni sveitarfélaganna 4.024.356
metra sem er álíka langt og frá Íslandi
til Möltu! Þegar yfir lauk reyndist
Rangárþing ytra hafa varið titilinn frá
því í fyrra. Þegar niðurstöður í keppn-
inni lágu fyrir höfðu íbúar Hellu synt
samtals 487 metra á hvern íbúa eða
samanlagða 401.200 kílómetra. Það
var 89 kílómetrum meira en í fyrra.
Góðum árangri Hellu er ekki síst að
þakka Þórhalli J. Svavarssyni, forstöðu-
manni íþróttamannvirkja á Hellu.
Hann hvatti ekki aðeins sveitunga
sína til að fara í sund og skrá ferðir
sínar heldur synti hann sjálfur í laug-
inni, þar af fimm kílómetra einn dag-
inn.
Mikill spenningur fyrir sundkeppninni
LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI
á íþróttamót og hverskyns mannamót
Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur
Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778
Netfang: okgam@simnet.is
NÝ
PR
EN
T