Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2016, Page 26

Skinfaxi - 01.04.2016, Page 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hitamál við grillið Allir leggja hönd á plóg svo allt gangi nú smurt og vel fyrir sig á Ungl inga- landsmótum UMFÍ. Ásmundur Einar Daðason, þá þingmaður Fram sóknar- flokksins, grillaði af krafti á meðan mótshaldinu stóð. Ásmundur Daði, sem var tiltölulega nýfluttur í Borgarnes, stóð ekki vaktina í nafni stjórnmála- flokks heldur sem formaður kvennaráðs meistaraflokks körfuknattleiks- deildar Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi. Ásmundur hafði nóg að gera á hamborgaravaktinni enda borgarar og svaladrykkur eftirlæti þátttakenda Unglingalandsmótsins. Hann taldi 250 hamborgara á föstudeginum en var kominn í 150 um miðjan dag á laugar- dag. En enginn er eyland í ungmennafélagshreyfingunni. Það sama átti við um Ásmund Daða við grillið. Hér á miðri myndinni með honum er Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og oddviti Sjálfstæðismanna í stjórninni. Þeir hafa því geta talað um ýmislegt fleira en borgara og veðrið. ULM 2016 Halda sér heitum með briddsi Fimm helstu og elstu glímudómarar landsins setjast niður þegar þeir hitt- ast á hverju einasta Unglingalandsmóti og taka nokkra umganga í bridds áður en þeir dæma í glímu á mótinu. „Við þurfum að halda okkur við,“ segir Hörður Gunnarsson. Hörður er elsti meðlimur hópsins, 77 ára gamall þegar Unglingalands- mót UMFÍ fór fram í Borgarnesi. Fátítt er að glímudómararnir séu aðeins fimm. Þann sjötta vantaði í hópinn að þessu sinni. Sigurjón Leifsson er maðurinn en hann var ekki á mótinu. Hann er jafnaldri Kjartans Lárussonar og eru þeir yngstu glímudómararnir í hópnum. Hörður hefur verið viðriðinn glímu frá 1. febrúar árið 1948 og var gerður að dómara átta árum síðar. Það var árið 1956, sama ár og fyrsta plata Elvis Presley kom út, sú með lögunum Blue Suede Shoes, Tutti Frutti og Blue Moon. Þetta er reyndar ekki eina skiptið sem glímudómararnir taka í spil. Hluti hópsins hittist nefnilega á hverjum miðvikudegi í Reykjavík auk þess að setjast niður við spilaborðið á ýmsum glímumótum yfir árið. Hörður segir þá félagana hafa spilað saman um 5–10 sinnum á ári síðast- liðin 30 ár. Spilamennskan fylgir ákveðinni rútínu: Hörður gefur og Rögn- valdur er í forhönd. Þetta eru dómararnir Dómararnir eru yfirleitt sex sem setjast niður við spilamennsku á mótum þar sem keppt er í glímu. Þeir voru fimm núna og þurfti því einn að sitja hjá að þessu sinni. Þetta eru dómararnir við spila- borðið og makkerar þeirra. Hörður Gunnarsson Makker: Þorvaldur Þorsteinsson Garðar Erlendsson Makker: Rögnvaldur Ólafsson Kjartan Lárusson sat hjá þegar myndin var tekin.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.