Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2016, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.04.2016, Qupperneq 42
42 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) var haldinn að Laugum í Sælingsdal laugardag- inn 15. október síðast- liðinn. Eins og fram kemur í 10. grein í lög- um UMFÍ er sambandsráðsfundur UMFÍ æðsta vald í málefnum UMFÍ á milli sam- bandsþinga. Sambandsráð er skipað for- mönnum sambandsaðila UMFÍ eða vara- mönnum þeirra, ásamt stjórn UMFÍ. Verk- efni sambandsráðsfundar eru að ræða skýrslu næstliðins árs. Afgreiða reikninga liðins árs. Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs og viðfangsefni UMFÍ á milli þinga. Laugar í Sælingsdal Að Laugum rekur UMFÍ Ungmenna- og tómstundabúðir yfir skólaárið fyrir nem- endur í 9. bekk. Árlega sækja þangað um tvö þúsund nemendur víðs vegar að frá Mikill samhljómur á 40. sambandsráðsfundi UMFÍ Í lok sambandsráðsfundar sagði Þorgrímur fundar- stjóri hjartnæma sögu af syni sínum, Guðmundi Þorgrímssyni. Hann sagði Guðmund, sem margir þekkja sem Guðmund tvíbura, hafa stigið sín fyrstu skref í fim- leikum á Unglingalandsmóti á Egilsstöðum árið 2011. Ástæða þess að Þorgrími lá sagan á hjarta var sú að daginn áður, laugardaginn 14. október, keppti Guðmundur á Evrópumótinu í hópfimleikum og lenti lið hans þar í þriðja sæti. Augljóst stolt og gleði skein af Þorgrími þegar hann bar fundinum fréttirnar af árangri sonar síns enda brast röddin nokkrum sinnum þegar tilfinningarnar höfðu næstum borið hann ofurliði. Þorgrímur bætti því við að Unglingalands- mótið skipti miklu máli fyrir hinar dreifðu byggðir, þar sem ekki er endilega boðið upp á æfingar í öllum íþróttagreinum. Hjartnæm frásögn Þorgríms Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum. landinu. Aðstaðan á Laugum er til fyrir- myndar, þar er íþróttasalur, stór matsalur, fundarrými og nægt svefnrými. Það nýttu sér einmitt margir fundargesta sem komu að Laugum á föstudeginum og gistu. Samhljómur um góða stefnu Fundinn sóttu 44 fulltrúar með stjórn og starfsfólki UMFÍ. Fulltrúar frá 24 samband- saðilum UMFÍ mættu en vantaði fulltrúa frá fimm sambandsaðilum. Dagskrá var hefðbundin. Þorgrímur Einar Guðbjarts- son, bóndi á Erpsstöðum, og Helgi Gunn- arsson, starfsmaður UMFÍ, fóru með fund- arstjórn og leystist þeim það verkefni vel. Mikil sátt ríkti á fundinum og var and- rúmsloft gott. Auður Inga, framkvæmda- stjóri UMFÍ kynnti ársskýrslu stjórnar og stiklaði á stóru um starf félagsins undan- farið ár. Auður Inga lagði jafnframt fram ársreikning félagsins í fjarveru gjaldkera og voru þeir samþykktir samhljóða. Ný heildstæð stefna samtakanna var kynnt og tekin til umfjöllunar í þjóðfundarfyrir- komulagi. Fundurinn samþykkti stefnuna og fól stjórn að fullvinna hana og fram- fylgja. Nokkur umræða kom upp á fund- inum um notkun rafretta en fór svo að fundurinn samþykkti að taka höndum sam- an og standa með tilheyrandi aðilum gegn notkun þeirra sem og annarra tóbaksvara.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.