Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.2016, Side 43

Skinfaxi - 01.04.2016, Side 43
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 43 „Ég er alltaf með prjónana í töskunni og prjóna alltaf á fundum sem eru lengur en ein klukkustund,“ segir Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Eftirtekt vakti á sambandsráðsfundi UMFÍ hversu margar konur voru þar á meðal fundargesta og með margt mismun- andi á prjónunum. Það var auðvitað upp- lagt að smella mynd af þessum vinnu- sömu fulltrúum aðildarfélaga UMFÍ sem létu myndatökur ekki trufla sig við vinnuna. Prjónaskapur eykur einbeitingu LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót Borgarflöt 15 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T Guðný Stefanía segir algengt að konur prjóni á fundum UMFÍ. Þetta séu langir fundir og hjálpi það mikið að prjóna til að halda einbeitingunni. „Ég hef alltaf einbeitt mér betur á fund- um þegar ég prjóna,“ segir hún og rifjar upp að þegar hún var á löngum fundi, þar sem lokaverkefni útskriftarnema voru kynnt á lokaári hennar í íþróttakennara- fræðum á Laugarvatni, hafi hún heklað í 4–5 klukkustundir. „Kennaranum fannst þetta mjög merkilegt, sérstaklega þegar ég varpaði fram spurningu um efni sem var til umræðu. Hann hélt að ég hefði ekki verið að hlusta.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.