Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands HAUKUR VALTÝSSON, FORMAÐUR: Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ég kem frá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Hvernig tengist þú félaginu? Fyrst í gegnum börnin mín. Þau æfðu frjálsar íþróttir á sumrin en voru einnig í öðrum íþróttum. Fljótlega var farið að leita að fólki í stjórn og þá var í raun valið að starfa með og fyrir börnin í skólanum eða í kringum íþróttir og ég fór í þá átt. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Í dag stunda ég íþróttir á líkamsræktarstöð en hef mjög lengi verið í blaki og síðar öldungablaki. Ég var fyrst í glímu og öllum sveitaíþróttum. Hvað hefur það gefið mér að vera í ungmennafélagi? Tækifæri til að kynnast fólki í ungmenna- og íþróttafélögum úti um allt land og að kynnast starfinu í gegnum börnin þar sem farið var í keppnisferðir, skemmtiferðir og svo framvegis. Þá hafði ég einnig kynnst ungmennafélagsstarfinu í uppeldinu þar sem félagið sá um flesta viðburði í sveitinni. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Ég hafði tekið að mér að vera í landsmótsnefnd 26. Landsmóts UMFÍ á Akureyri 2009, var svo í smáhléi í rúmt ár, var þó í stjórn Íþróttabandalags Akureyrar. Árið 2011 var ég hvattur til að gefa kost á mér í stjórnina. Mig minnir að það hafi verið daginn fyrir þingið sem ég sló til. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Ég stundaði afreksíþróttir í nálægt 30 ár svo að ég þekki þann heim vel. Nú hef ég færst meira inn á að horfa til þeirra sem hafa ekki stundað afreksíþróttir en vilja stunda hreyfingu sér til skemmtunar og starfa í félögum. Þá vil ég bæta lýðheilsu sem er orðin mikil nauðsyn fyrir samfélagið okkar. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Ég hvet fólk til að starfa í stjórnum félaga. Þar kynnist það því hvernig það er að vera þeim megin við borðið. Félögin eru að verða mikilvægari og mikilvægari einingar innan sveitarfélaganna, ekki aðeins fyrir börn og unglinga heldur margs konar ung- menna- og íþróttastarfsemi fyrir alla aldurshópa. ÖRN GUÐNASON, VARAFORMAÐUR Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ég hef starfað innan Umf. Selfoss (HSK) frá 2006. Æskufélag mitt er Umf. Baldur á Hvolsvelli. Svo var ég framkvæmdastjóri HSS í tvö sumur fyrir mörgum árum. Hvernig tengist þú félaginu? Ég var framkvæmdastjóri Umf. Selfoss í 7 ár. Svo hef ég auk þess starfað á Selfossi með handknattleiksdeild og knattspyrnudeild í tengslum við íþróttaiðkun barnanna minna. Ég var líka formaður Umf. Baldurs á sínum tíma. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Áður var ég í frjálsum, fótbolta, blaki og körfu. Núna stunda ég útivist og göngur og reyni að fara í göngu- túra a.m.k. sex sinnum í viku. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Þetta er fyrst og fremst góður og heilbrigður félagsskapur. Svo stundaði ég íþróttir með gamla félaginu mínu á Hvolsvelli, þ.e. frjálsar, fótbolta og körfu. Blakið bættist við á Laugarvatni. Á Selfossi og reyndar á Suðurlandi öllu hef ég kynnst fjölda frá- bærs fólks í gegnum hreyfinguna. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Það er gott að geta lagt góðum málum lið og unnið að framfaramálum innan hreyfingarinnar. Í ungmennafélagshreyfingunni er líka frábært fólk að vinna með. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Ég hef áhuga á öllu sem fer fram innan UMFÍ. Það var gaman að vinna að nýrri stefnu hreyfingarinnar og nú er nýtt mjög spennandi landsmót fram undan á Sauðárkróki 2018. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Ef fólk hefur brennandi áhuga og tíma þá mæli ég hiklaust með því. Það er mjög gef- andi að vinna með öðrum sjálfboðaliðum að því sem maður hefur áhuga á. Þar er líka hægt að þroskast og læra margt er lýtur að félagsmálum og félagsstörfum almennt. Svo er þetta samfélagslegt framlag til íþróttastarfs í landinu. HRÖNN JÓNSDÓTTIR, RITARI: Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ungmennafélaginu Dagrenningu í Lundarreykjadal í Borgarfirði (UMSB). Hvernig tengist þú félaginu? Í Dagrenningu hefur alltaf starfað mjög öflug yngri deild sem heitir Orkan. Orkan stóð t.d. fyrir þrettánda- gleði með leikriti og brennu, skipulagði leikhúsferð og bíóferð og hélt tómstundakvöld o.fl. Orkan var hjartað í félagslífi hvers barns. Það var ekki í íþróttum heldur í almennu félagsstarfi. Seinna keppti ég svo í frjáls- íþróttum og sundi undir merkjum Umf. Dagrenningar. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Ég stunda mest fjallgöngur og geng á fjöll allan ársins hring og syndi líka mikið. Svo stunda ég aðeins hjólreiðar og gönguskíði. Í haust byrjaði ég svo að æfa blak með Ungmennafélagi Hrunamanna. Svo þegar ég fer í ræktina fer ég í jóga eða spinning sem er skemmtilegt í bland. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Það hefur sennilega bara mótað mig frá a-ö að vera í ungmennafélagi og vinasam- bönd ber þar hæst. Í starfi Ungmennafélagsins lék ég við alla krakkana í sveitinni, á öllum aldri, í alls konar leikjum, íþróttum, fundum og sjálfboðastarfi. Það hefur senni- lega gefið mér megnið af þeim félagsþroska sem ég bý yfir auk þess að það ræktar í manni vilja til að taka þátt í samfélaginu í kringum mann. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Ég vissi ekki út í hvað ég var að fara enda reiknaði ég aldrei með því að ná kjöri þegar ég bauð mig fyrst fram 2013, eftir hvatningu frá stjórn UMSB og frændfólki mínu sem starfaði þá mikið í hreyfingunni. Mér fannst ég líka lítið vita þegar ég mætti á fyrsta fundinn en stundum, þegar maður stekkur út fyrir þægindarammann, kemst maður að því að maður veit og getur miklu meira en maður heldur og það sem eftir er lærir maður jafnóðum. Það er sennilega ástæðan fyrir því að ég er ENN í stjórn UMFÍ. Það er svo gaman að læra af öllu þessu fólki sem þar starfar. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Ég hef sérstakan áhuga fyrir því að hlúa betur að Þrastaskógi og að byggja upp starf lýðháskóla samhliða starfi Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ. Stóra verkefnið, sem ég hef brennandi áhuga á, er að UMFÍ geti aðstoðað héraðssamböndin við að ná betri rekstrarlegum grundvelli og að þeim takist að aðlagast breyttum tímum, breyttum starfssvæðum og öðru sem varðar störf þeirra og skyldur. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Já, ég mæli hiklaust með því, aðallega vegna þess að það er ákveðinn skóli fólginn í því sem allir hafa gott af. ÞETTA ER STJÓRN UMFÍ Nokkur endurnýjun varð á stjórn UMFÍ á 50. sambandsþingi landssambandsins í október. Þrír nýir stjórnarmenn komu inn fyrir þá þrjá sem hurfu á braut. Það fer alltaf vel á því að fólk kynni sig. Gjörið þið svo vel: Þetta er stjórn UMFÍ. „Fólk sem stundar ekki afreksíþróttir vill stunda hreyfingu sér til skemmtunar“ „Það er mjög gefandi að vinna með öðrum sjálfboðaliðum að því sem maður hefur áhuga á“ „Það hefur sennilega bara mótað mig frá a-ö að vera í ungmenna- félagi og vinasambönd ber þar hæst“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.