Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 4. tbl. 2017 Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags Íslands. Það hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Blaðið kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goðsagnaverunnar Dags er ók um himinhvolfin í norrænum sagnaheimi. Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Ljósmyndir: Haraldur Jónasson, Gunnar Gunnarsson, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, Daníel Starrason, Steinþór Arason, Ingimundur Pálsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. o.fl. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Kápa Skinfaxa er prentuð á 150 gr Munken pappír sem er innfluttur frá Svíþjóð. Innsíður eru prentaðar á 65 gr pappír. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Birgir Örn Sigurðsson, Jón Páll Hreinsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568-2929 umfi@umfi.is – www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar- fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki) Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Jóhann Steinar Ingimundarson, meðstjórnandi Varastjórn UMFÍ: Sigurður Óskar Jónsson, Gunnar Þór Gestsson, Lárus B. Lárusson og Helga Jóhannesdóttir. Forsíðumynd: Forsíðumyndina tók Gunnar Gunnarsson af keppni í glímu á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2017. Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmennafélaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Í hreyfingunni eru í dag um 160.000 félagar í rúmlega 300 ungmenna- og íþróttafélögum um land allt. Framkvæmdastjóri Stjörnunnar í Garða- bæ vinnur að því að fá sakavottorð allra þjálfara félagsins. Það er hægt að gera beint í gegnum þjónustumiðstöð UMFÍ. Sú leið sparar Stjörnunni í kringum eina milljón króna. Sambandsaðilum UMFÍ er óheimilt að ráða einstakling til starfa sem hefur hlotið refsi- dóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkni- efnabrota eða vegna kynferðisbrota. Skili starfsmaður ekki inn sakavottorði með um- sókn eða ráðningu þarf að óska eftir því hjá sýslumanni. Slíkt getur verið bæði tímafrekt og kostnaðarsamt fyrir sambandsaðila en hvert sakavottorð kostar 2.500 krónur. Hægt er að óska eftir því að UMFÍ geri þetta fyrir sambandsaðila, félögunum að kostnaðar- lausu. Nauðsynlegt er að undirrituð heimild fylgi vegna þessa og útfyllt eyðublað með helstu upplýsingum. Stjarnan í Garðabæ er eitt þeirra félaga sem hefur nýtt sér þessa þjónustu sambands- aðila UMFÍ en Garðabær gerir þær kröfur að leiðbeinendur/þjálfarar og allir aðrir, sem starfa með æskufólki á vegum félagsins, uppfylli skilyrði æskulýðslaga um hreint sakavottorð. Nýta sér þjónustu UMFÍ „Stjórn Stjörnunnar ákvað árið 2014 að afla sakavottorða fyrir alla þjálfara félagsins. En við erum með um 400 þjálfara. Það væri erfitt fyrir okkur að fá sakavottorð þeirra allra sjálf, bæði tæki það tíma og yrði mjög dýrt. Það léttir mikið undir hjá okkur að nýta mögu- leikann á því að fá sakavottorð fyrir þjálfara og starfsfólk í gegnum þjónustumiðstöð UMFÍ,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stjörnunnar. Félagið fer kerfis- bundið í verkið og hefur sótt um sakavottorð fyrir hverja deild Stjörnunnar í einu. Nokkur tími mun því líða þar til búið verður að fara í gegnum félagið allt. Ása bendir á að ekki hafi komið upp tilvik hjá Stjörnunni þar sem dómur eða brot hafi komið óvænt upp í sakaskrá þjálfara. Spurð að því hvernig félagið myndi bregðast við því segir Ása að það yrði metið metið út frá verklagsreglum í samræmi við brotin. Stjarnan fær sakavottorð allra þjálfara Ása Inga segir mikið sparast fyrir Stjörnuna með því að fá sakavottorð þjálfara og starfsmanna í gegnum UMFÍ. • Samkvæmt æskulýðslögum er óheimilt að ráða einstakl- inga til starfa sem hafa hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna- eða kynferðisbrota. UMFÍ áréttar að æskilegt er að allir þeir sem starfa með börnum og ung- mennum skili inn samþykkt fyrir því að aðildarfélag þeirra fái heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.