Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 35
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Í NIH Í NIH er best að vera, alltaf er þar nóg að gera. Íþróttir við erum að stúdera og lífið hér er auðvelt að fúnkera. Í NIH er alltaf gaman við eyðum miklum tíma saman. Hygge er það sem við gerum mest en stundum höldum við líka fest. Í NIH upplifir maður mikið félagslífinu þarf að sinna og lífstíðarvini er hér að finna, þægindaramma maður dustar af rykið. Í NIH við ferðumst víða Í Amsterdam-hlaupi er mikil ástríða. Afþreying á La Santa lét‘mann fá valkvíða og að gera þríþraut lét kroppinn svíða. Í NIH er löng matarröð og tungumálið var fyrst kvöð þó við séum öll mishröð að þá í NIH erum við öll lífsglöð. – Guðbjörg Skúladóttir. „Í skólanum hef ég kynnst fólki frá Argent- ínu, Ástralíu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Færeyjum, Japan, Kosta Ríka, Kína, Kólum- bíu, Mexíkó, Noregi, Nýja-Sjálandi, Portúgal, Skotlandi, Svíþjóð, Tékklandi, Úganda og Þýskalandi. Í skólanum geta æfingarnar oft verið strembnar. En þær eru samt oftast há- punktur dagsins. Mikil áhersla er lögð á tækni til að fyrirbyggja meiðsli. Við fylgjum sér- sniðnu lyftingaprógrammi til að bæta styrk og snerpu. Í skólanum hef ég lokið þjálfara- námskeiði 1 fyrir trampólín og fíbergólf og jafnframt er ég kominn með dómararéttindi í DMT (Double Mini Trampoline) sem er ný- leg grein innan fimleikanna og hefur ekki enn verið reynt á Íslandi. Ef af því verður get- ur reynsla mín hér í Danmörku nýst vel við uppbyggingu á því sviði.“ – Konráð Elí Sigurgeirsson er nemandi við fimleikalýðháskólann í Ollerup. „Skólinn er þvílík upplifun og þessi önn er aðeins meira en hálfnuð. Það er rosa gaman hérna og ég er búinn að sjá og læra alls konar hluti, orðinn miklu fróðari um líkamann og hugann varðandi æfingar og félagslíf. Mér finnst skemmtilegast þegar við erum á fjalla- hjólaæfingum og erum að skoða nýjar braut- ir og keppa! Svo er þetta eitthvað alveg nýtt fyrir mér og alveg nýr skóli sem var að byrja þannig að hann er kannski ekki alveg eins og allir hinir gömlu en það er rosa gaman hérna og ég hvet alla sem langar til að prufa lýð- háskóla að láta vaða!“ – Kristinn Jónsson er nemandi við lýðháskólann Hald Ege. Næsti umsóknarfrestur til þess að sækja um styrk til náms við lýð- háskóla í Danmörku er til 10. janúar nk. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.