Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Landsmótið 2018 verður haldið á Sauðárkróki dagana 13.–15. júlí 2018. Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið árið 1909 en frá árinu 1940 hafa þau verið haldin á 3–4 ára fresti. Eftir síðasta Landsmót UMFÍ, sem haldið var á Selfossi sumarið 2013, var ákveðið að staldra við og endurskoða mótið, markmið þess og tilgang. Haldnir voru stefnumótandi fundir um land allt, auk þess sem stór hópur fór á danska landsmótið í sumar til að horfa á og fá hugmyndir. Niðurstaðan varð að fara nýjar leiðir. Mótið verður opnað öllum, 18 ára og eldri, og gert aðgengilegra þeim sem hafa einfaldlega gaman af því að hreyfa sig reglu- lega. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, hefur skipulagt mót á vegum UMFÍ frá árinu 2004. „Landsmótið á Sauðárkróki er eitt af þeim verkefnum sem ég er hvað spenntastur fyrir,“ segir Ómar Bragi sem er framkvæmdastjóri mótsins. Skrifstofa Ómars er á Sauðárkróki en hann þeysist mörg þúsund kílómetra landshorna á milli við skipulagningu móta UMFÍ. Hann hefur verið framkvæmdastjóri móta UMFÍ í 13 ár eða frá því að Landsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki árið 2004. „Eitt af því mikilvægasta í starfinu er að hitta fólk í eigin persónu,“ segir Ómar og rifjar upp eitt af ráðunum sem hann heyrði á fyrir- lestri á landsmóti DGI í Álaborg í sumar. „Þar sagði einn fyrirlesarinn: Þið getið sent út tölvu- pósta og fréttabréf. En þið náið ekki árangri nema þið farið út og hittið fólk. Ég finn það hvar sem ég kem, að það er metið að ég sé á staðnum.“ Stærsta verkefni Ómars nú er hið nýja landsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki í júlí 2018. Mótið verður með breyttu sniði, nokkuð sem fólk hefur ekki áður kynnst á Íslandi. „Þetta er feikilega skemmti- legt og spennandi verkefni,“ segir Ómar. Á Landsmótinu næsta sumar gefst þátttakendum tækifæri til að spreyta sig við nýjar og áhugaverðar íþróttagreinar. Ein slík íþróttagrein er strandhandbolti. Handbolta þekkja allir lands- menn en strandhandbolti er ein útfærslan á íþróttagreininni. Eins og heitið gefur til kynna er spilað í sandi á heldur minni velli en í hefðbundnum handbolta enda getur reynst nokkru erfiðara að hlaupa og hreyfa sig um í sandi heldur en í sal. Leikið er í 2x6 mínútur og eru fjórir leikmenn í hverju liði inni á vellin- um. Liðin samanstanda af markmanni, svokölluðum sérfræð- ingi og tveimur almennum leikmönnum. Íþróttin er mjög áhorf- endavæn enda fá lið aukastig fyrir glæsileg mörk sem skoruð eru með miklum tilþrifum og eins fæst aukastig ef markmaður skorar. Reglurnar eru á þá leið að lið þurfa að vinna tvo hluta. Ef lið eru jöfn að stigum eftir tvo hluta ráðast úrslit í vítaskotskeppni. Á Landsmótinu verður boðið upp á keppni í strandhandbolta. Íþróttaveisla í undirbúningi á Sauðárkróki Nýjar og spennandi íþróttagreinar Strandhandbolti

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.