Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Umsóknar- frestir eru tveir á næsta ári, til 1. apríl og til 1. október 2018. Umhverfissjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja umhverfis- verkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingar- innar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2018. Styrkur til náms við lýðháskóla í Danmörku. UMFÍ styrkir ung- menni sem hyggja á nám við lýðháskóla í Danmörku vorönnina 2018. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2018. Evrópa unga fólksins (EUF) veitir styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+ sem er mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Umsóknarfrestirnir eru þrír á næsta ári, til 1. febrúar, til 26. apríl og til 4. október. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.euf.is. Ungt fólk og lýðræði er ungmennaráð- stefna sem leggur áherslu á að efla lýðræðis- lega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarð- anir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Hreyfivika UMFÍ felur í sér hvatningu til almennings um að finna uppáhaldshrey- fingu sína og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Jafn- framt er markmið verkefnisins að gefa ein- staklingum, félögum, sveitarfélögum og fyrirtækjum tækifæri til að kynna fjölbreytta hreyfingu sem almenningi stendur til boða. Þessar dagsetningar þarftu að muna Hjá UMFÍ er undirbúningur fyrir næsta ár hafinn. Hér má sjá helstu dagsetningar árið 2018 og stutta útskýringu á verkefnunum. 10. janúar Umsóknarfresti lýkur vegna styrks til náms við lýðháskóla í Danmörku. 1. febrúar Umsóknarfrestur hjá Evrópu unga fólksins (EUF). 21. – 23. mars Ungt fólk og lýðræði. 1. apríl Umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. 15. apríl Umsóknarfrestur í Umhverfissjóð UMFÍ. 26. apríl Umsóknarfrestur hjá Evrópu unga fólksins (EUF). 28. maí – 3. júní Hreyfivika UMFÍ 13. – 15. júlí Landsmótið og Landsmót UMFÍ 50+ á Sauðárkróki. 2. – 5. ágúst Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn. 1. október Umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. 4. október Umsóknarfrestur hjá Evrópu unga fólksins (EUF). Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjöl- skyldu- og íþróttahátíð sem fram fer um verslunarmannahelgina. Á hátíðinni reyna 11–18 ára börn og ungmenni með sér í fjöl- mörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþrótta- keppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman sam- an. Mótið er opið öllum sem verða 50 ára og eldri á árinu. Landsmótið er ný íþróttahátíð sem fram fer í fyrsta sinn sumarið 2018. Á mótinu verða í boði ríflega 30 mismunandi keppnisgreinar fyrir einstaklinga og hópa ásamt skemmti- legri afþreyingu við allra hæfi. Mótið verður sannkölluð íþrótta- og lýðheilsuveisla þar sem allir eiga að geta fundið íþróttagrein og önnur verkefni sem þeim líkar. Tónlist og menning verður í hávegum höfð til að krydda þessa helgi í Skagafirði og gera hana eftir- minnilega. 2018

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.