Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 11
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 11 Nýtt mótsfyrirkomulag Landsmótið á Sauðárkróki verður með breyttum hætti, fyrirkomulagi sem hefur ekki sést áður á Íslandi. Á mótinu verða í boði ríflega 30 keppnisgreinar fyrir einstaklinga og hópa ásamt skemmtilegri afþreyingu við allra hæfi. Mótið verður sannkölluð íþróttaveisla þar sem allir eiga að geta fundið íþróttagrein og önnur verkefni við sitt hæfi. Tónlist og menning verður í hávegum höfð til að krydda þessa helgi í Skagafirði og gera hana eftirminnilega. Samhliða þessu nýja móti verður Landsmót UMFÍ 50+ einnig haldið á Sauðárkróki. Mótið verður með svipuðu sniði og áður en töluvert fleiri keppnisgreinar og afþrey- ing verður í boði en áður. Ungmennafélag Íslands hvetur til þátttöku í þessu nýja móti og vonar sannarlega að með því verði stigin góð skref inn í nýja tíma. UMFÍ hvetur þig til að taka strax frá dagana 12.–15. júlí 2018. Sjáumst hress og glöð á Sauðárkróki! Bandý er íþróttagrein sem nýtur vax- andi vinsælda hér á landi. Í bandý eru sex liðsmenn, þar af er einn markvörð- ur og hafa þeir allir fyrir utan mark- mann kylfu til að stjórna og skjóta plastkúlu (kölluð bandýkúla), en mark- maður ver markið með höndum og fótum. Markmið leiksins er að skjóta bandýkúlunni í mark andstæðingsins. Leikmenn mega ekki viljandi nota hendur eða höfuð til að stjórna kúlunni, en leyfilegt er að snerta hana einu sinni í einu með fótunum, oftast til að stoppa hana, en ekki má skora mörk með fót- unum eða gefa kúluna með þeim. Krolf er önnur nýstárleg íþrótta- grein sem þátttakendum á Landsmótinu gefst tækifæri til að prófa. Krolf er blanda af krikket og golfi og er vaxandi grein á meðal eldri aldurshópa í Danmörku. Í leiknum nota þátt- takendur ákveðnar kylfur til þess að slá ákveðna bolta ofan í holur. Sá sigrar sem notar fæst högg við það að koma boltanum í hol- una. Lágmarkslengd á milli hola er 5 m en hámarkslengd er 30 m. Þetta er íþrótt sem allir aldurs- hópar geta haft gaman af. Eitthvað fyrir alla Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Landsmótinu þar sem boðið verður upp á fjölmargar ólíkar íþróttagreinar. Greinarnar eru: bandý, bíatlon, boccía, bogfimi, brenni- bolti, bridds, danssmiðja, fimleikar, fitness, fjallahjólreiðar, fótboltabiljard, fótboltapanna, fótbolti, frisbígolf, frjálsar, glíma, golf, götu- fótbolti, 65 km götuhjólreiðar, 10 km götu- hlaup, gönguferðir, hjólaskíðaganga, hjóla- stólarall, hjólastólakörfubolti, júdó, karfa 3:3, karfa streetball, línudans, minigolf, móto- cross, ólympískar lyftingar, pútt, pönnuköku- bakstur, ringó, salsa, sandhlaup, sjósund, skák, skotfimi, stígvélakast, strandblak, strandfót- bolti, strandhandbolti, sund, þrautabraut og þríþraut. Einnig verða í boði fyrirlestrar, götupartý, hestasýning, ráðstefna, tónleikar og „Palla- ball“ svo að eitthvað sé nefnt. Nýstárlegt fyrirkomulag Fyrirkomulag mótsins verður með nýstárlegu sniði sem hefur ekki sést áður á Íslandi. Öllum dagskrárviðburðum verður skipt niður í fjóra liti sem eru gulur, rauður, grænn og blár. Gulur felur í sér keppnisgreinar. Rauður táknar „láttu vaða“ þar sem um kynningu og kennslu er að ræða. Þátttakendur fá afslætti á græna viðburði sem geta verið aðgangur að söfnum, út að borða eða sundferð. Bláir viðburðir eru hins vegar opnir fyrir alla, þátt- takendur sem aðra. Bandý Krolf

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.