Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Aldarafmæli Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Dalabyggð var fagnað með pompi og pragt í byrjun desember. Boðið var upp á kaffi og kökur og gömul atvik úr sögu félagsins voru rifjuð upp. „Við vorum ekki með neina skrifaða dagskrá og lékum þetta af fingrum fram. Þetta var mjög fín stund og tíminn þaut áfram. Ein kona sem kom sagðist ekki hafa viljað missa af þessu kvöldi,“ segir Arnar Eysteinsson í Stórholti, formaður Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Dölunum, um þá fínu stemn- ingu sem var í aldarafmæli félagsins laugar- dagskvöldið 2. desember. 70–80 gestir komu í veisluna sem var haldin í félagsheimilinu Tjarnarlundi, samkomuhúsi Saurbæinga en Stjarnan á hlut í húsinu. Halda tengslum við heimabyggð Arnar segir svipuðu máli gegna um Stjörnuna og önnur ungmennafélög í dreifðari byggð- um. Fólki hafi fækkað mikið og samstarf ver- ið tekið upp við önnur félög í sveitinni til að halda íþróttastarfinu gangandi. Boðið er upp á æfingar í fótbolta, frjálsum, leikjanámskeið fyrir yngstu iðkendur og ýmislegt vetrarstarf. Fyrir utan að bjóða upp á æfingar í ýmsum greinum hafi Stjarnan haldið stöku réttar- dansleiki og sérstaklega þorrablót síðastliðin 55 ár. Félagar eru engu að síður um 180 tals- ins. Margir þeirra eru fluttir suður en vilja ekki segja sig úr félaginu. „Við ætluðum að hreinsa til í félagaskránni en þá sagði fólk okkur að það vildi vera áfram í félaginu og halda tengslum við sveitina í gegnum það,“ segir Arnar. „Þótt starfsemin hafi ekki verið mikil und- anfarin ár vildum við blása til fagnaðar og hampa félaginu,“ segir hann og rifjar upp að í veislunni hafi verið boðið upp á kaffi og kökur og fíflagang í boði Fagradalsfrænda sem vakti lukku. Tveir formenn, 85 ára og 89 ára, mættu í afmælið Arnar minntist sérstaklega á tvo gesti sem mættu í afmælið. Það voru fyrrverandi for- menn Ungmennafélags Stjörnunnar, þeir Jóhann Sæmundsson frá Ási í Dalasýslu sem er 89 ára og Sigurður Þórðarson sem er 85 ára. Þeir voru formenn á sjötta áratug síðustu aldar og flutti Sigurður erindi um sögu sam- komuhússins. Fíflalæti á 100 ára afmælinu Fagradalsfrændur rifjuðu upp gömul atriði frá þorrablótum Umf. Stjörnunnar. Arnar formaður er hér við púltið ásamt þeim Jóni Agli gjaldkera og Heiðrúnu Söndru, ritara félagsins. Leikritið Skugga-Sveinn Ungmennafélagið Stjarnan stóð lengi fyrir leiksýningum. Leikritið Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var sett upp í fyrsta sinn í samkomuhúsi félagsins árið 1921 eða 1924 og fimm sinnum til viðbótar til ársins 1951. Héraðsskjalasafni Dalasýslu áskotnaðist fyrir nokkru þessi mynd af fyrstu uppsetn- ingunni að talið er árið 1921. Ólafur Magnússon (1889–1954), konunglegur hirðljósmyndari, tók myndina.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.