Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs vill að hið opinbera veiti sveitar- félögum meiri stuðning til að halda íþróttamót á borð við Unglingalandsmót UMFÍ. „Stjórnvöld þurfa að átta sig betur á forvarna- gildi íþróttamóta,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Birni var mikið niðri fyrir þegar hann hélt harðort erindi við setningu 50. sambandsþings UMFÍ á Hótel Hallormsstað í október sl. Unglingalandsmót UMFÍ fór einmitt fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina með mótshaldaran- um UÍA og var Björn á meðal þeirra sem lögðu á sig ómælda vinnu til að halda gott mót. Hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigð- um með viðbrögð stjórnvalda þegar forsvars- menn sveitarfélagsins leituðu til hins opin- bera eftir stuðningi. Björn sagði í ávarpi sínu að sveitarfélög, sem hafa haldið mótið með viðkomandi sam- bandsaðila UMFÍ, hafi ætíð fengið góðan fjár- hagslegan stuðning frá stjórnvöldum. Hann rifjaði upp að þegar Unglingalandsmót var síðast haldið á Egilsstöðum árið 2011 hafi Forvarnagildi íþróttamóta er mikið Björn Ingimarsson: sveitarfélagið fengið um 18 milljónir króna frá hinu opinbera til framkvæmda sem meðal annars fólust í því að byggja upp íþróttamann- virki fyrir mótið og styrkja innviði í tengslum við mótshaldið. Árið 2017 hafi fjárveitingunni verið breytt. Stuðningur fyrir landsmót hafi ekki lengur verið á fjárlögum heldur verið sótt um í sérstakan landsmótssjóð. Fljótsdals- hérað hafi aðeins fengið fimm milljónir króna úr sjóðnum í aðdraganda Unglingalands- mótsins á Egilsstöðum þetta árið. Mótfram- lag sveitarfélagsins nam 24 milljónum króna. Björn segir stjórnvöld ekki hafa sýnt mála- leitunum forsvarsmanna sveitarfélagsins skilning þegar leitað var eftir mótframlagi frá hinu opinbera fyrir síðasta mót. „Ég varð fyrir vonbrigðum. Þetta kom okk- ur á óvart. En svo virðist sem stjórnvöldum finnist búið að setja nóg í þetta. Mér finnst það þröngt sjónarmið,“ segir Björn og ítrekar forvarnagildi Unglingalandsmóts UMFÍ. „Við tökum þetta auðvitað á okkur nú. En menn þurfa að hafa augun opin. Með Ungl- ingalandsmóti UMFÍ er mikið forvarnastarf unnið. Gildi mótsins er gífurlegt. Það er ekki verið að halda mótið fyrir Egilsstaði heldur fyrir allt landið. Hagsmunir allra eru undir,“ sagði Björn og lagði áherslu á að sökum þess ættu stjórnvöld að sjá hag í því að styðja við viðburði eins og Unglingalandsmót UMFÍ.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.