Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Mér þykir vænt um hreyfinguna og ég vil hag hennar sem mestan. Ég tel að ég hafi sjónarmið fram að færa, í ljósi bakgrunns míns, sem séu dýrmæt fyrir hreyfinguna. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum UMFÍ? Þjálfun ungra leiðtoga. Mín hugsjón er að geta gefið öðrum það sem ég hef fengið. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Já, þeirrar reynslu og þekkingar sem það færir manni. Þú getur gert öðrum gott um leið og þú eflir sjálfan þig. JÓHANN STEINAR INGIMUNDARSON,MEÐSTJÓRNANDI: Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ég kem úr Umf. Stjörnunni í Garðabæ sem heyrir undir Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK). Hvernig tengist þú félaginu? Aðkoma mín hefur verið margvísleg. Fyrst sem iðkandi í handbolta og fótbolta. Þaðan leiddist ég í ýmis störf s.s. að vera á kústinum, klukku og undir- búningi leikja. Síðar sat ég í meistaraflokksráðum karla og kvenna í handbolta, meistaraflokksráði karla í knattspyrnu, var liðsstjóri í meistaraflokki karla í knattspyrnu auk þess sem ég átti sæti í aðalstjórn þar af síðustu fjögur árin sem formaður. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Íþróttaiðkunin hefur minnkað verulega síðustu árin þó að ég reyni að láta sjá mig í ræktinni ásamt því að spila körfubolta við afkvæmin. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Ákveðin lífsgæði. Að kynnast öllu því öfluga fólki sem kemur að slíku starfi er ómetanlegt samhliða því að geta lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Í störfum mínum fyrir Stjörnuna hafði ég aðkomu að starfi UMFÍ. Ég hafði því nokkuð lengi fylgst með úr fjarlægð því sem fór fram á þeim vettvangi. Þau gildi sem UMFÍ stendur fyrir hafa heillað mig og mér fannst spennandi að vinna að þeim verkefnum sem fram undan eru í samvinnu við það öfluga fólk sem að starfinu kemur. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Í raun má segja að markmið UMFÍ um ræktun lýðs og lands höfði einna helst til mín enda er það ansi víðtækt og metnaðarfullt hlutverk. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Já, og ég vil nota tækifærið og hvetja alla til að taka þátt í starfi ungmennafélaganna og leggja þar með sitt af mörkum til að tryggja öllum aðgang að heilbrigðu félags- starfi og stuðla þannig að líkamlegum og félagslegum þroska landsmanna. SIGURÐUR ÓSKAR JÓNSSON, VARASTJÓRN Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ungmennafélaginu Mána (USÚ). Hvernig tengist þú félaginu? Ég kom upphaflega inn í stjórn Mána í gegnum fótbolta. Máni er félagið í minni sveit (Nesjum í Hornafirði, þar sem ég hef alltaf átt lögheimili). Því má segja að ég hafi tengst félaginu við fæðingu. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Alltof lítið, en hef fiktað aðeins við fótbolta, frjálsar og golf í gegnum tíðina. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Ég verð bráðum búinn að starfa innan ungmennafélagshreyfingarinnar hálfa ævina. Ætli það sem maður muni ekki helst muna eftir, þegar litið er um öxl, sé að sjá sí og æ hvað er hægt að gera margt gott þegar hreyfing eins og okkar starfar saman. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Ég tel mikilvægt að raddir „litlu“ sambandsaðilanna innan UMFÍ, sem og raddir ungs fólks (sér í lagi í ljósi þess að ég er yngstur stjórnarmanna) heyrist við stjórnarborð UMFÍ. Svo er þetta mjög góður félagsskapur líka. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Já, það eru umhverfismál, þátttaka félagsmanna í starfinu, (bæði í íþróttum og öðrum verkefnum) og útbreiðslu- og kynningarstarf. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Tvímælalaust. Fyrir utan að geta haft áhrif á starfið innan félagsins, þá lærir maður heilmikið á þessu. GUÐMUNDUR SIGURBERGSSON, GJALDKERI Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ég kem úr Breiðabliki í Kópavogi (UMSK). Hvernig tengist þú félaginu? Drengirnir mínir hafa æft körfubolta hjá Breiðabliki. Ég, eins og svo margir, tengist því félaginu gegnum íþróttaiðkun barnanna. Ég hef svo setið í stjórn körfu- knattleiksdeildarinnar, var formaður um tíma og er nú gjaldkeri aðalstjórnar. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Ég æfði fótbolta, handknattleik og körfubolta hjá Breiðabliki sem barn. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Ég hef kynnst mörgu skemmtilegu fólki um land allt og ég trúi því að ég hafi látið gott af mér leiða í starfinu. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Mér fannst það rökrétt framhald af starfi mínu innan Breiðabliks og UMSK. Svo taldi ég að ég gæti hjálpað til og gert gagn. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Mér finnst að það þurfi að sinna enn frekar þeim hópi sem vill stunda íþróttir sér til hreyfingar og heilsubótar í góðum félagsskap. Þetta á sérstaklega við um ungmenni. Það vilja ekki allir verða keppnismenn, með því æfingaálagi sem því fylgir, en samt stunda hreyfingu í góðum hópi. Mér finnst mikilvægt að sinna ungu fólki að þessu leyti enda hafa fjöldamargar rannsóknir leitt forvarnagildi íþrótta í ljós. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Já, ég mæli með því. Maður getur látið gott af sér leiða og eflt starfið. Síðan kynnist maður nýju fólki og nýjum sjónarmiðum og eflir tengslanetið. RAGNHEIÐUR HÖGNADÓTTIR, MEÐSTJÓRNANDI: Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ungmennafélaginu Kötlu í Vík í Mýrdal sem er aðili að Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS). Hvernig tengist þú félaginu? Ég er áhugamanneskja um íþróttir og hef botnlausan áhuga á félagsmálum, einkum að vinna með börnum og unglingum. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Ég var handboltastjarna á heimaslóð meðan handbolti var útiíþrótt og keppt á grasi. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Mikla gleði og því að kynnast fólki alls staðar af landinu. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Til að kynnast enn betur starfi annarra ungmennafélaga og geta kannski miðlað eitthvað af reynslu minni, tel mig geta gert eitthvað jákvætt fyrir hreyfinguna þannig. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Allt starfið vekur áhuga minn og ég á erfitt með að taka einhverja málaflokk út úr. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Alveg hiklaust. Þetta er mjög þroskandi og skemmtilegt. GUNNAR GUNNARSSON, MEÐSTJÓRNANDI Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ungmenafélaginu Þristi (UÍA). Hvernig tengist þú félaginu? Eina „íþróttin“ sem ég æfði skipulega sem barn var skák. Ég var einu sinni útnefndur íþróttamaður Þrists og kennarinn, sem veitti mér viðurkenninguna, sem einnig var í stjórn félagsins, varði ræðunni í að réttlæta það að skákmanni væri veitt viðurkenningin. Þessi sami kennari var síðan í hópi þeirra sem datt í hug að fá mig í stjórn félagsins og ganga svo langt að gera mig strax að formanni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþrótt- um, ekki samt endilega að stunda þær sjálfur. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Ég er fótboltadómari, spila bumbubolta og bandý. Bandýið hefur löngum verið vinsælt hjá okkur nördunum. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Að vera treyst fyrir ábyrgð í ungmennafélagshreyfingunni hefur meðal annars fært mér tengslanet, þekkingu, sjálfstraust, umburðarlyndi og tækifæri. Eiginlega flest nema peninga. „Mér finnst að það þurfi að sinna enn frekar þeim hópi sem vill stunda íþróttir sér til hreyfingar og heilsu- bótar í góðum félagsskap“ Að vera treyst fyrir ábyrgð í ungmenna- félagshreyfingunni hefur meðal annars fært mér tengslanet, þekkingu, sjálfstraust, umburðar- lyndi og tækifæri“ „Allt starfið vekur áhuga minn og ég á erfitt með að taka einn málaflokk út“ „Þau gildi sem UMFÍ stendur fyrir hafa heillað mig“ „Ég tel mikilvægt að raddir „litlu“ sambands- aðilanna heyrist við stjórnarborð UMFÍ“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.