Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands „Vefsíða eins og www.umfi.is á að vera öflugt miðstykki í góðri upplýsingagjöf og virka vel á helstu tækjum og tólum,“ segir Arnór Boga- son, hönnuður hugbúnaðarfyrirtækisins Vettvangs. Fyrirtækið hefur unnið með starfs- fólki UMFÍ lungann úr árinu við að búa til nýja vefsíðu. Á vefsíðunni eru fréttir af UMFÍ og sam- bandsaðilum og myndasafn auk upplýsinga um úthlutanir úr sjóðum og hægt að skoða eldri tölublöð Skinfaxa. Þar eru líka allir sam- bandsaðilar UMFÍ með aðgang að CoreData, Nóra og Felix. Nýja vefsíðan er afrakstur endurmörkunar á vörumerki UMFÍ sem HN Markaðssamskipti hafa unnið að með UMFÍ. Þar var allt kapp lagt á að laða fram rétta andann, ungmenna- félagsandann, yngja vörumerkið upp og nota aðra stafagerð en áður. Fleira úr endurmörkun UMFÍ mun líta dagsins ljós síðar. Vettvangur sérhæfir sig í gerð vefsíðna í vefhugbúnaðarkerfinu Umbraco. Kerfið er tiltölulega einfalt í notkun fyrir leikmenn en öruggt og mjög sveigjanlegt. Kerfið er ákjós- anlegt fyrir þá sem vilja sveigjanleika og að geta bætt tímabundið við síðum. Af þeim sökum hefur notendum fjölgað nokkuð upp á síðkastið. Umbraco kemur upprunalega frá Danmörku eins og margt annað gott sem UMFÍ hefur sótt sér í gegnum tíðina. Arnór segir að þegar búin sé til ný vefsíða gefist kærkomið tækifæri til að taka til í skipu- laginu og hagræða því sem eigi að koma á framfæri og sem telja má að gagnist notend- um. Öðru fremur sé markmið vefsíðu ung- mennafélaga og íþróttafélaga – eins og annarra – að miðla upplýsingum til notenda. Vefsíða félaga á að upplýsa notendur Hvernig kemur félagið þitt upplýsingum á framfæri? Hvað viltu að það geri betur? Þetta er gott að skoða með gagnrýnum hætti. Arnór hjá Vettvangi segir að þegar ný vefsíða er búin til gefist kærkomið tækifæri til að taka til í skipulagi fyrirtækisins á netinu. Fyrirtækið Vettvangur bjó til nýja vefsíðu fyrir UMFÍ og var hún tekin í notkun í október. Vissir þú … Sambandsaðilar UMFÍ / formenn Félög með beina aðild að UMFÍ / formenn ... að hjá félögum með beina aðild er hlutfallið ein kona á móti tíu körlum ... ... að það eru jafnmargar konur og karlar formenn sambandsaðila UMFÍ ...

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.