Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 31
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Í haust hófst nýtt nám í Opna háskólanum í Reykjavík sem hugsað er fyrir stjórnendur í þriðja geiranum. Til þriðja geirans teljast frjáls félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og sjóðir (non-profit sector) eða félög þar sem markmið starfseminnar er ekki að skila hagnaði. Námslínan er samstarfsverkefni Opna há- skólans í HR og Almannaheilla sem eru sam- tök þriðja geirans og vinna þau að sameigin- legum hagsmunamálum fyrir almannaheilla- samtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu. Kennslan byggist upp á sjö kennslulotum þar sem farið er yfir hagnýt verkefni og störf stjórnenda innan þriðja geirans hér á landi og erlendis. Einnig er áhersla lögð á persónu- Nám fyrir stjórnendur félagasamtaka Námskeiðið samanstendur af eftirtöldum námslotum sem hver um sig er 8 klst. • Frjáls félagasamtök og réttarumhverfi • Forysta og stjórnun í þriðja geiranum • Stefnumótun almannaheillasamtaka • Mannauðsstjórnun og stjórnun sjálfboðaliða almanna- heillasamtaka • Fjármálastjórnun, fjáraflanir og samningatækni • Hagnýt verkefna- og viðburðastjórnun • Markaðssetning og samfélasmiðlar Ragnheiður Sigurðar- dóttir, landsfulltrúi UMFÍ, er ein þeirra sem stunda námið „Námið gefur góða innsýn í umhverfi og rekstur frjálsra félagasamtaka. Hópurinn er líflegur og oft kvikna áhugaverðar og skemmtilegar umræður. Kennararnir eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli þekk- ingu á sínu sviði. Þeir ná að halda manni við efnið allan daginn.“ UMFÍ er einn samstarfsaðila námsins „Starf ungmenna- og íþróttafélaga er gríðarlega umfangsmikið og víðtækt. Félögin og reyndar samfélagið allt er mjög metnaðarfullt og eðlilega eru gerðar miklar kröfur til stjórnenda um fagleg vinnu- brögð. Það er mikilvægt að bjóða upp á nám sem stjórnendur og starfsmenn ungmenna- og íþróttafélaga geta nýtt sér. Þar eru þau verkfæri sem nýtast nútímasamfélaginu til heilla,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. lega þróun þátttakenda með það að leiðar- ljósi að efla og styrkja stjórnendur til að tak- ast á við áskoranir sem oft eru ólíkar þeim sem stjórnendur á almennum vinnumarkaði standa frammi fyrir. Að námslínunni koma margir af færustu sérfræðingum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst auk samstarfs- aðila úr íslensku atvinnulífi sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði. Núna eru nemendur 18 talsins og koma þeir frá fjölmörgum félagasamtökum. Þeir segjast ánægðir með námið, það sé hagnýtt og vandað, með fjölbreyttum kennslu- aðferðum og ólíkum kennurum. Nú þegar er byrjað að undirbúa að fara aftur af stað með námið haustið 2018. Aðild- arfélög UMFÍ hljóta sérkjör fyrir sitt fólk.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.