Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 41
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 41 V ignir Örn Pálsson er formaður Héraðssambands Stranda- manna (HSS). Sambandið var stofnað 19. nóvember árið 1944 og fagnaði því 73 ára afmæli á árinu. Vignir Örn Páls- son hefur verið formaður HSS með hléum síðan árið 1994. Hvað er að frétta? Það er allt gott að frétta héðan frá Hólma- vík. Í nóvember fóru átta krakkar frá HSS á Silfurleika ÍR. Það var nokkuð gott. Fjórir 11 ára og eldri voru í alvörugreinum en tvær sex ára stelpur í þrautabraut. Það er flott að þau yngri fái að taka þátt í keppnisgreinum. Annars leist okkur vel á að það væri loksins að koma almennilegur skíðasnjór. Hér var norðanbylur í viku. Ein- hverjir komust á skíði. En svo gerði suðvestanátt og tók að hlýna á ný. Samstarf er gott Sonur minn hefur verið að æfa körfubolta með Íþróttafélaginu Vestra á Ísafirði og er þetta þriðji veturinn. Það er gott hjá Vestra að sækja sér liðsmenn í félagið víða að enda hefur yngri iðkendum fækkað, bæði á Vesturlandi og Vestfjörðum. Drengurinn, sem er fæddur árið 2003, æfir með drengjum sem eru ári eldri en hann. Þeim hefur gengið vel. Allir leggjast á eitt, meira að segja þjálfari Vestra sem hefur ekið til móts við okkur feðgana og við mæst á miðri leið þegar ég hef ekið syninum vestur í keppni. Samstarfið er slíkt að það mætti alveg kalla það vesturbandalag. Er boðið upp á nýjungar á svæði HSS? Ungmenna- félagið Geisli og grunnskólinn á Hólmavík hófu samstarf í haust. Það svipar til Íþróttaskóla HSV en nemendur í 1.–4. bekk skólans stunda íþróttir fyrir hádegi á virkum dögum. Þetta er í þróun en er jákvætt því það brýtur upp daginn hjá börnunum. Svo eru æfing- arnar á skólatíma og því losna foreldrar þeirra við allt skutl. Þarna fá krakkarnir kynningu á ýmsum íþróttagreinum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Samvinna af hinu góða HSS í hnotskurn • HSS nær yfir þrjú sveitarfélög, frá hreppamörkum Strandabyggðar og Húnaþings vestra, að Kaldalóni og botni Ísafjarðardjúps. • Aðildarfélög HSS eru Umf. Hvöt á Blönduósi, Umf. Geisli í Súðavík, Umf. Neisti á Drangsnesi, Sundfélagið Grettir í Bjarnarfirði, Umf. Leifur heppni í Árneshreppi, Skíðafélag Stranda- manna og Golfklúbbur Hólmavíkur. • Iðkendur eru um 100 á öllum aldri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.