Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hallgrímur Óskarsson segir það hafa haft góð áhrif á bæjarbúa að halda Landsmót UMFÍ 50+ í bænum í sumar. Mótið hafi bætt samstöðu íbúa í Hveragerði. „Áhrif mótshaldsins á Hveragerði og bæjar- búa eru margvísleg,“ segir Hallgrímur Óskars- son, formaður Hamars í Hveragerði, spurður um áhrifin af því að halda Landsmót UMFÍ 50+ í bænum í sumar. Mótið fór fram í blíð- skaparveðri og sól dagana 23.–25. júní. Mótshaldarinn var síður en svo óreyndur á sínu sviði, hann var Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK). Fjárhagsleg og félagsleg áhrif Hallgrímur telur áhrifin vera af tvennum toga. Í fyrsta lagi hafi þau verið bein og fjárhagsleg og skilað íþróttafélaginu Hamri verulegum fjárhagslegum ávinningi. Hin áhrifin hafi ekki verið síðri en af félagslegum og óræðari toga. „Það var eftirtektarvert hvað margir bæjar- búar tóku þátt í mótinu með einum eða öðr- um hætti. Margir höfðu tekið þátt í mótum og viðburðum á vegum UMFÍ, sumir í mörg ár. En aðrir höfðu aldrei gert það, þar á meðal ég sem var að taka þátt í 50+ í fyrsta sinn. Þátttakan opnaði augu margra, þetta var svo skemmtilegt,“ segir Hallgrímur og leggur áherslu á að hann hafi fundið fyrir einhverju skemmtilegu á meðan undirbúningi mótsins stóð. „Það var ungmennafélagsandinn. Hann er ekki hluti af fortíðinni. Þvert á móti var hann sterkur í Hveragerði alla vikuna fyrir mótið. Og líka á meðan því stóð. Við höfum ekki fundið fyrir þessu á öðrum mótum í bænum,“ segir Hallgrímur og rifjar upp að við undir- búning Landsmóts UMFÍ 50+ hafi fólk verið tilbúið til að redda hlutum og sýna frumkvæði á áður óþekktum sviðum. „Þarna þurfti ekki að nefna neitt við neinn, fólk var í samkeppni um að vera fyrst til að gera eitthvað.“ Fann sterkt fyrir ungmenna- félagsandanum í Hveragerði Hallgrímur nefnir sem dæmi fánaborgir sem voru settar upp í Hveragerði á mánu- deginum fyrir mót. Þær fóru margar á hliðina í roki tveimur dögunum síðar. Eftirlitsteymi fór óumbeðið af stað til að kanna allar fánaborgir. Allir taka þátt Hallgrímur er fullviss um að mótið hafi þjapp- að bæjarbúum saman. „Þótt eitt íþróttafélag sé í Hveragerði vinna deildirnar ekki mikið saman. Fólk var því að kynnast þarna, þvert á kynslóðir. Og allir að taka þátt,“ segir hann. Allir ánægðir með mótið „Ég skemmti mér konunglega við að fylgjast með keppnisgreinum og sýning- um og ætlaði aldrei að geta slitið mig frá kennslu í línudansi, sem var afar skemmti- legur og fjölmennur. Landsmótið setti mikinn svip á bæjarlífið þessa helgi og vakti athygli víða. Við mótsslit bauð ég Hveragerði fram aftur sem vettvang þessa landsmóts en ég held að það hefði ekki verið gert ef bæði bæjaryfirvöld og bæjarbúar hefðu ekki verið yfir sig ánægð með það hvernig til tókst,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Hallgrímur (annar frá vinstri) tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.