Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands UMFÍ veitti á síðasta ári 2,2 mill- jónum króna til 45 ungmenna í ferða- og dvalarstyrki til náms í lýðháskólum á Norðurlöndum. UMFÍ hefur alla tíð stutt hugmyndina um óformlegt nám við lýðháskóla. Undanfarin ár hafa ungmenni, sem hyggja á nám við lýðháskóla í Danmörku, getað sótt um styrk til UMFÍ fyrir hluta útgjalda sinna vegna námsins. Markmið og tilgangur með styrkveiting- unni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn og styðja við viðleitni þess til nýta tækifærið til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogahæfileika sína um leið. Fyrir skólaárið 2016–2017 hlutu 45 ung- menni styrk hjá UMFÍ upp á samtals 2,2 milljónir króna. Styrkveitingarnar skiptast í ferðastyrk og dvalarstyrk. Allir fá jafnan ferðastyrk en dvalarstyrkur fer eftir dvalar- tíma hvers og eins og er greitt fyrir hverja viku. Flestar umsóknir um nám komu frá nem- endum sem stunda nám við Íþróttalýðhá- skólann í Árósum í Danmörku. Í þeim skóla stunduðu 18 nemendur nám á tímabilinu. Þar á eftir komu skólarnir í Gerlev og Ollerup með 6 nemendur hvor og Lýðháskólinn á Norður-Jótlandi (NIH) með 5 nemendur. Fyrir haustönnina 2017 komu svo langflestar umsóknir frá NIH eða alls 10 af 25 umsókn- um. UMFÍ STYRKIR UNGMENNI TIL NÁMS Í LÝÐHÁSKÓLUM Í DANMÖRKU Til þess að uppfylla kröfur um styrkveitingu þurfa nemendur að skila þremur verkefnum til UMFÍ. Eitt þessara verkefna er að senda inn lýsingu á upplifun sinni af skólanum. „Þann 9. ágúst sl. hófst ein skemmtileg- asta og lærdómsríkasta upplifun mín til þessa.“ Með þessum orðum hóf Björg Þor- láksdóttir, nemandi við Krabbesholm í Dan- mörku, verkefni sitt. Skólinn, sem hún er í, býður upp á krefjandi nám á sviði listgreina. „Í skólanum fær maður tækifæri á að taka þátt í alls konar smiðjum utan sinnar brautar. Ég hef því fengið að læra leirkerasmíði, silki- prentun, smíði, ljósmyndun og módelteikn- ingu. Þar að auki hef ég lært hvað mest á því að þurfa að standa algerlega á eigin fótum í nýju landi. Að vera allt í einu umkringd nýju fólki allan daginn sem talar annað tungumál getur verið mjög krefjandi.“ Hvað er lýðháskóli? Lýðháskólar finnast víða á Norður- löndunum og eru eins konar lífs- leikniskólar þar sem nemendur geta valið sér skóla út frá áhuga- sviði sínu. Margir fara í lýðháskóla til þess að taka sér hlé á milli menntaskóla- og háskólanáms og vilja nýta þann tíma í eitthvað spennandi, uppbyggjandi og skemmtilegt. „Eftir menntaskólann var ég ekki 100% viss um hvað ég ætlaði að gera en núna er ég alveg viss um að þessi ákvörðun var ef til vill sú besta sem ég hef tekið. Skólalífið er alveg rosalega skemmtilegt. Það er fjölbreytt úrval af fögum alveg frá yoga yfir í surf, allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Félagslífið í skólanum er líka alveg til fyrirmyndar. Í hverri viku er „højskoleaften“ þar sem allir verða að mæta og taka þátt í einhverri athöfn, t.d. kósíkvöldi, spilakvöldi eða einhverju öðru. Það sem ég á eftir að öðlast mest í NIH er allt sem tengist félagsfærni því að skólinn reynir mjög mikið á samskipti milli allra. Við bætum svo að sjálfsögðu líkamlega heilsa okkar sem og andlega, þetta gerir mann allt að sterkari manneskju. Mér finnst ég heppnust í heimi að hafa fengið að kynnast öllum sem hér eru – þetta eru allt meistarar!“. Ragnheiður Erla Gunnarsdóttir Nordjyllands Idrætshøjskole Nordjylland Viborg Ringkobing Århus Ribe Vejle Sonderjylland Fyn Vestsjaelland Storstrom Fredriks- borg Roskilde Københvn Bornholm Aalborg Viborg Århus Ringkobing Vejle Ribe Odense Åbenrå Nykobing Falster Soro Roskilde Hillerod København Hald Ege Efterskole Ârhus Idrætshøjskole Gerlev Idrætshøjskole Gymnastikhøjskolen Ollerup Hvernig nemendur upplifa lýðháskóla

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.