Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Lisbeth Trinskjær er skólastjóri lýð- háskóla í Danmörku. Hún var stödd hér á landi í haust ásamt fleiri lýð- háskólafrömuðum af Norðurlönd- unum. Lisbeth Trinskjær undrast að ekki skuli vera fyrir löngu búið að setja lýðháskóla á laggirnar hér á landi. „Ég er alveg undrandi á því að lýðháskólar skuli ekki vera til á Íslandi. Þeir auka víðsýni nemenda, skapandi hugsun, fá ungmenni til að hugsa svolítið öðruvísi og taka áhættu auk þess að draga úr brottfalli úr skólum,“ segir Lisbeth Trinskjær, formaður samtaka lýð- háskóla í Danmörku. Hún var fram á haust líka formaður stjórnar samtaka lýðháskóla á Norðurlöndunum. Trinskjær er skólastjóri lýðháskólans Ubberup Højskole í Danmörku. Hún fundaði hér á landi í haust ásamt fleirum úr stjórn norrænu sam- takanna nú á haustmánuðum. Trinskjær og fleiri í stjórninni undruðust að hér skuli ekki vera eiginlegir lýðháskólar. Slíkir skólar auðgi samfélagið. Án lýðháskóla sé menntavegurinn ansi einsleitur og fátt um möguleika fyrir ungt fólk í námi. Bæta lýðháskólar í raun og veru einhverju við? „Jú, þegar fólk fer í lýðháskóla þá kynnist það fleiru en ef það gengi hefðbundnari mennta- veg. Í lýðháskólunum fá nemendur að kynn- ast mörgu sem þeir vissu ekki um áður og fá ekki að kynnast í öðrum skólum. Margir sem fara í lýðháskóla segja að víðsýni þeirra hafi aukist. En svo er það fleira. Í venjulegu námi er einblínt á frammistöðu nemenda og því þora þeir ekki að taka áhættu í námi sínu. Telur lýðháskóla draga úr brottfalli úr námi Lýðháskólar gera út á forvitni nemenda og því má taka áhættu þar. Þar uppgötva nem- endur nýjar hliðar á sjálfum sér, kannski nýtt áhugasvið og læra jafnvel nýtt tungumál. Það sem skiptir ekki síður máli er að í lýðhá- skóla læra nemendur að þekkja rætur sínar, samfélagið, hefðir og menningu. Nemendur fá því meiri þekkingu á allan hátt í lýðháskóla. Þess vegna skiptir máli fyrir Íslendinga að hafa lýðháskóla.“ Minna brottfall úr skóla Fjöldi lýðháskóla er á hinum Norðurlöndun- um og hafa margir Íslendingar farið utan til náms, bæði með og án stuðnings UMFÍ. Trins- kjær segir suma setja lýðháskóla skör neðan en aðra framhaldsskóla. Það sé ekki rétt. „Margir halda að nám í lýðháskóla sé ekki eins gott, ekki jafn metnaðarfullt eða krefj- Lisbeth Trinskjær undrast að ekki skuli vera fyrir löngu búið að setja lýðháskóla á laggirnar hér að norrænni fyrirmynd.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.