Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ný stjórn UMFÍ, sem tók við á sambands- þingi UMFÍ í október, hefur í mörg horn að líta. Ég vil fyrst nefna Landsmótið, nýtt og endurbætt 28. Landsmót UMFÍ sem verður haldið á Sauðárkróki 13.–15. júlí 2018. Veigamiklar breytingar verða á umgjörð og umfangi mótsins og því er mjög mikilvægt að standa vel að framkvæmd þess í samvinnu við UMSS og sveitarfélagið Skagafjörð. Á Landsmótinu verður boðið upp á marg- ar íþróttagreinar, annars vegar keppnisgrein- ar, hins vegar greinar sem gestir mótsins geta reynt sig við og fengið leiðsögn í. Margar jaðargreinar verða í boði og er höfðað til þeirra sem vilja æfa á eigin vegum og finna sína hreyfingu. Landsmótið er nýjung, nokkuð sem félagar í ungmennahreyfingunni hafa ekki séð áður. Formið á mótshaldinu er nýtt af nálinni hér á landi. Ég hvet alla sambandsaðila UMFÍ til að vinna með okkur, með því að koma á mótið og styðja á þann hátt við verkefnið. Eftir mótið verður það metið og ákvörðun tekin um það hvort Landsmót verði aftur í svipuðu formi eða með öðrum hætti. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn verður á sínum stað um verslunarmanna- helgina. Mikilvægt er að aðsóknin verði góð. Mótið fer nú fram í næsta nágrenni við þétt- býlissvæði suðvesturhornsins og hefur upp á að bjóða mjög fjölbreytta og góða aðstöðu fyrir hinar ýmsu greinar íþrótta og einnig afþreyingu. Baklandið er sterkt og með mikla reynslu en við þurfum öll að taka þátt í að auglýsa og hvetja til þátttöku barna og ungl- inga í mótinu. Þetta er mikilvægt forvarna- verkefni. Sterkari íþróttahéruð Eitt mál sem legið hefur á mér er misjöfn staða íþróttahéraða á Íslandi. Þetta er stórt verkefni, en nauðsynlegt er að leggja út í vinnu til að styrkja starf og rekstur þeirra. Héraðssambönd, ungmennasambönd og íþróttabandalög eru misjafnlega í stakk búin til að styðja við starf aðildarfélaga sinna. Þar hefur íbúafjöldi hvers héraðs mikið að segja, stærð þess, fjöldi sveitarfélaga innan íþrótta- héraða, áhugi sveitarstjórna á málefnum íþrótta- og æskulýðsmála og margt fleira. Landsmót í nýjum búningi Við höfum íþróttalög og æskulýðslög en þar er ekki fjallað um mun á milli íþróttahér- aða hvað snertir aðstöðu til rekstrar og þjón- ustu við íbúa og sveitarfélög. Á hinn bóginn segir í íþróttalögum að Ungmennafélag Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands annist skiptingu íþróttahéraða. Að mínu mati er orðið aðkallandi að fara yfir þau mál og styrkja íþróttahéruð landsins með öllum tiltækum ráðum. Ég tel að við inngöngu íþróttabandalaga í UMFÍ verði tekið skref inn í nýja tíma, þar skapist tækifæri til að taka þessi mál til gagn- gerrar skoðunar með hinu opinbera og ÍSÍ og um leið endurskoðun á skiptingu hagnaðar frá Íslenskri Getspá til eigenda fyrirtækisins. Framtíðin felst í samvinnu og því styð ég eindregið inngöngu bandalaganna í UMFÍ. Ég gæti rætt endalaust um þau mýmörgu spennandi verkefni sem bíða nýrrar stjórnar. Vinnum saman að mikilvægum málum í þágu sambandsaðila okkar og samfélagsins. Með ungmennafélagskveðju, Haukur F. Valtýsson, formaður UMFÍ Leiðari Skinfaxa: Efnisyfirlit Ása Inga: Stjarnan safnar sakavottorðum 6 LM 50+ Hveragerði: Ungmennafélags- andinn fannst 24 Björn Grétar: Mælir með því að fólk sækist til áhrifa 26 Ómar Bragi: Íþróttaveisla í undirbúningi 10 3 Fíflalæti á 100 ára afmælinu. 8 Dagsetningar sem allir verða að muna 2018. 12 Nýjungar á sambandsþingi UMFÍ. 17 Það er hægt að þjálfa góðan liðsanda. 18 Allir verða að upplifa Laugar. 20 Íþróttir og tómstundir eru besta forvörnin. 21 Forvarnagildi íþrótta er mikið. 25 Fólk vill vita hvernig á að bregðast við ofbeldi. 26 Mælir með því að ungt fólk sækist til áhrifa. 28 Vefsíða félaga á að upplýsa notendur. 29 Nám fyrir stjórnendur félagasamtaka. 30 UMFÍ styrkir ungmenni til náms í lýðháskólum í Danmörku. 34 Þetta er stjórn UMFÍ. 37 Vissir þú þetta um UMFÍ? 38 Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. 39 Samvinna af hinu góða. Myndasyrpa: Unglingalandsmót UMFÍ Egilsstöðum 14–16 Lisbeth Trinskjær: Telur lýðháskóla draga úr brottfalli úr námi 30–31 www.pei.is Borgaðu eftir 14 daga eða dreifðu kaupunum á allt að 36 mánuði Kíktu á pei.is/heimild og skoðaðu þína heimild! Einföld og örugg leið til að versla á netinu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.