Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Björn Grétar Baldursson er yngsti einstaklingurinn til að setjast í aðalstjórn UMFÍ í sögu hreyfingarinnar í 108 ár. Hann var kosinn í stjórnina á 49. sambands- þingi UMFÍ 2015. Á 50. sambandsþingi UMFÍ gaf Björn ekki kost á sér til áframhald- andi setu. Björn sat í tvö ár í aðalstjórn UMFÍ og í níu ár í Ungmennaráði UMFÍ. Byrjaði í ungmennaráði UMFÍ Björn segir að það hafi verið tilviljun fremur en einbeittur vilji hans sjálfs sem varð til þess að hlutirnir röðuðust svona upp hjá honum og að hann hafi sest í ungmennaráðið. Hann var þá 16 ára og árið var 2008. „Þetta byrjaði allt á því að ég var spurður að því hvort ég vildi fara á ráðstefnu til Þýskalands. Ég var auðvitað til í það. En þá var mér sagt að þetta væri um næstu helgi og að ég yrði að skrá mig í ungmennaráð UMFÍ. Ég hugsaði ekkert út í það, pakkaði bara og brunaði suður,“ segir Björn Grétar, sem þá var nemandi við Fram- haldsskólann á Laugum og hafði keppt í frjálsum undir merkjum Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ). Björn Grétar kom inn í ungmennaráð UMFÍ í stað Gunnars Sigfús- sonar sem þá var að hætta. Björn Grétar segir ráðstefnuna í Þýska- landi hafa verið áhugaverða. Hún fjallaði um það hvað félagasam- tök gætu gert til að virkja sjálfboðaliða og halda í þá. Hann lærði mikið af þessu sem nýtist honum í félagsstarfi enn í dag. Björn Grétar segist ekki hafa gert mikið í ungmennaráðinu fyrstu árin. „Ég var mjög hlédrægur, sat aftast á öllum fundum og vissi í raun ekki hvert hlutverk mitt væri. Við vorum heldur ekki að gera mikið í Ungmennaráðinu. Ég upplifði það sem uppfyllingu. Það var ekki fyrr en við fórum út í stærri verkefni á borð við ungmennaráð- stefnuna Ungt fólk og lýðræði sem ég fór að láta til mín taka. Þá færði ég mig framar á fundum. Ég fór líka ósjálfrátt að hafa sterkari skoðanir og segja frá áliti mínu. Það var líka þá sem ég fann hverju Ungmennaráðið gat áorkað ef það vildi og hvert það stefndi.“ Utanumhald þarf að vera gott Björn Grétar segir breytta áherslu á utanum- haldi Ungmennaráðsins hafa skipt miklu og hreyft við honum að fara að vinna meira. Þarna átti það sama við um Ungmennaráð UMFÍ og önnur verkefni sem ungt fólk kemur að. „Oft eru hópar ungmenna mataðir, komið er með hugmyndir til þeirra og sagt hvað þau eigi að gera. Í ungmennaráði UMFÍ er stjórnin sett í hendur ráðsins. Starfsmaður UMFÍ vinn- ur með ráðinu, veitir því stuðning og aðstoð- ar við fjármögnun á hugmyndum þess. Þegar ég tók eftir þessu fann ég að ég hafði eitthvað til málanna að leggja, sjálfstraustið jókst og ég þurfti að nota gagnrýna hugsun til að horfa á viðfangsefnin með öðrum augum. Ef virkja á ungt fólk er farsælast að láta stjórnina í hendur þess frekar en að láta hina eldri um að ákveða hvað unga fólkið vilji. Starfsmaðurinn eða þeir sem eldri eru vinni svo að því að láta óskir ungmennanna verða að veruleika eða sýni þeim að öðrum kosti að hugmyndirnar eigi ekki stoð í veruleikan- um,“ segir Björn og þakkar Sabínu Halldórs- dóttur, landsfulltrúa UMFÍ, fyrir ótrúlega gott starf. „Sabína hefur verið tengiliðurinn okkar. Hún hefur haldið utan um okkur og verið dug- leg að spyrja okkur hvernig við viljum láta hugmyndir rætast. Þar að auki hefur Sabína reynslu og menntun til að koma okkur áfram.“ Meira sjálfstæði er gott Ungmennaráð UMFÍ hefur frá 2009 haldið ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á hverju ári og verkefni þau sem fjallað hefur verið um hafa verið breytileg frá ári til árs. Björn Grétar segir minnisstæðasta verkefnið vera ráðstefnuna Stjórnsýslan og við sem var haldin á Ísafirði 2014. „Þetta var eins og tilraunaverkefni því að þarna var öll stjórn ráðstefnunnar sett í hend- urnar á okkur ungmennaráðinu, allar um- ræður, spurningar, aðferðin og vinnustofur. UMFÍ hélt utan um ráðstefnuna og leiddi okkur á réttar brautir ef við vorum að fara út af. Vel tókst til þannig að þetta fyrirkomulag er enn svona,“ segir Björn Grétar. Meiri og sjálfstæðari vinnubrögð hjá Ung- mennaráði UMFÍ og aukið þor leiddi til þess að Björn fékk áhuga á setu í stjórn UMFÍ. Hann ætlaði hins vegar í fyrstu aðeins að taka sæti í varastjórn. Um þetta leyti var meðalaldur í stjórn UMFÍ 47,63 ár. Björn var á þessum tíma 22 ára. Þegar hann tók sæti í stjórninni lækk- aði meðalaldur stjórnar um átta ár og fór nið- ur í 39,36 ár. Í aðalstjórn sitja sjö en fjórir í varastjórn. Fleira spilaði inn í því að á sama tíma tók Þorgeir Tryggvason, sem er þremur árum yngri en Björn, sæti í varastjórn. Fyrir voru líka, undir þrítugu, Hrönn Jónsdóttir í aðalstjórn og Sigurður Óskar Jónsson í vara- stjórn. Björn segist hafa viljað sjá fleiri málsvara fólks undir 30 ára aldri í stjórn UMFÍ og því ákveðið að gefa kost á sér. „Ég átti reyndar enga von á því að komast í aðalstjórn á þinginu í Vík í Mýrdal. Ég var þá í Háskóla Íslands að læra tómstunda- og Björn Grétar í hnotskurn · Fæddur í Reykjavík 28. október 1992. · Búsettur á Akureyri og lærir flug- umferðarstjórn. · Í sambúð með Jenný Láru Arnórs- dóttur. Þau eiga saman soninn Jökul Loga. Mælir með því að ungt fólk sækist til áhrifa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.