Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands GUNNAR ÞÓR GESTSSON, VARASTJÓRN Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú?  Ég kem úr Umf. Tindastóli (UMSS). Hvernig tengist þú félaginu? Ég spilaði fótbolta með Tindastóli til ársins 2000, ef ég man það rétt. Þá hætti ég, 29 ára gamall. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Ég stunda þessa venjulegu lýðheilsurækt, engar íþróttir beint. Ég á kort í líkamsrækt og fer stöku sinnum í ræktina. Ég tek á þessu með áhlaupum. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Mér finnst fyrst og fremst hugsjónin og starfsemin vera eftirsóknarverð, að maður komi því fyrir að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir – að skipulag sé á starfsem- inni. Blessunarlega hefur fólk haft áhuga á þessu. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Svæði UMSS hefur ekki haft fulltrúa í stjórn UMFÍ í nokkur ár. Ég hafði áhuga á því að gera meira en heima í héraði og fannst orðið tímabært að fulltrúi kæmi úr Skaga- firðinum. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Ferðin á landsmótið í Álaborg í sumar hreyfði við mér. Ég hef lengi haft áhuga á hóf- legri hreyfingu og mataræði og öðru sem tengist lýðheilsu. Þegar fólk hættir að keppa á milli 30 og 40 ára lendir það oft í því að hætta að hreyfa sig og áttar sig svo á því einn daginn að það þarf að byrja frá núlli. Þessa sjálfsögðu hugsun, að fólk eigi að vera á sífelldri hreyfingu, vantar hér. Hún þarf að vera fólki ofar í huga. Hún var ofar- lega á baugi í Danmörku. Fólk á að njóta þess að hreyfa sig en ofbjóða ekki líkamanum. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Mér finnst að foreldrar sem eru með börnin sín í íþróttum eigi að fylgja þeim eftir, ekki aðeins á kappleiki heldur að sjá til þess að umgjörðin sé í lagi. Svo þarf auðvitað að gera þetta, annars væri umgjörðin í lagi. LÁRUS BRYNJAR LÁRUSSON, VARASTJÓRN Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ég kem frá Gróttu (UMSK). Hvernig tengist þú félaginu? Það má segja að ég komi sem fulltrúi fyrir hönd Seltjarnarness. Ég er fyrrverandi formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness þar sem íþróttir og æskulýðsmál eru meginviðfangsefnin í málaflokknum. Ég hafði jafnframt sinnt stjórnarstörfum hjá íþrótta- félaginu Gróttu fyrir þann tíma í nokkur ár, ásamt því að vera velunnari þess til margra ára. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Nei, engar keppnisíþróttir í dag en almenna hreyfingu og heilsueflingu þegar ég gef mér tíma til þess. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Það má segja heilmikið, félagsskapurinn er góður og ég hef brennandi áhuga á íþrótta- og æskulýðsmálum. Það er öflugur, virkur og samhentur hópur sem starfar innan UMSK með sameiginlega sýn á að tengja sveitarfélögin og aðildarfélögin og fræða iðkendur og stjórnendur félaga. Sækja fram af fagmennsku, bæta ímynd og auka sérþekkingu. Styðja við aðildarfélögin, fjármál aðildarfélagana og miðla reynslu. Það má því segja að þetta sé gefandi áhugamál að sinna þessu hlutverki. „Fólk á að njóta þess að hreyfa sig“ „Ég mæli að sjálfsögðu með því að fólk gefi kost á sér til góðra verka“ Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Aðdragandinn var á þá leið að nokkrir valinkunnir menn hvöttu mig til að íhuga það að gefa kost á mér til stjórnarsetu í UMFÍ. Eftir að hafa kynnst hreyfingunni nánar síðastliðið sumar á landsmóti DGI í Danmörku og öllu því góða fólki sem starfar innan hreyfingarinnar ákvað ég að bjóða fram krafta mína til góðra verka. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Almennt hef ég brennandi áhuga á íþrótta- og æskulýðsmálum og ýmsum samfélags- málum. Ég vil láta gott af mér leiða á þeim vettvangi og það er mikilvægt að halda áfram að hlúa að því fjölbreytta og blómlega starfi sem er innan UMFÍ og stuðla áfram að ræktun lýðs og lands. Ég er talsmaður þess að reyna að efla enn frekar sam- starfið við ríkið og sveitarfélögin og sækja meira fjármagn fyrir hreyfinguna þangað með áhugaverðum verkefnum okkur til heilla. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Ég mæli að sjálfsögðu með því að fólk gefi kost á sér til góðra verka. Við þurfum hug- sjónafólk fyrst og fremst til að starfa í sambærilegum stjórnum eða félögum, sbr. UMFÍ, enda hafa miklar breytingar orðið á liðnum árum í starfi íþróttafélaga. Á árum áður byggðist starfið fyrst og fremst á áhuga og elju þeirra sem íþróttirnar stunduðu. Frumkvöðlar og stofnendur íþróttafélaganna unnu baki brotnu í sjálfboðavinnu við að koma upp aðstöðu fyrir íþróttina og fjölga iðkendum. Þetta einkenni á starfi íþrótta- félaganna í upphafi hefur á undanförnum árum breyst nokkuð. Þetta á reyndar ein- nig við um marga aðra. Launuðum starfsmönnum hefur engu að síður fjölgað mikið í félögum sem áður voru borin uppi af sjálfboðaliðum. HELGA JÓHANNESDÓTTIR, VARASTJÓRN Úr hvaða ungmennafélagi kemur þú? Ég kem úr Aftureldingu (UMSK). Hvernig tengist þú félaginu? Börnin mín voru bæði í íþróttum hjá Aftureldingu, sonur minn í handbolta og frjálsum og dóttir mín í handbolta. Ég var sjálf í aðalstjórn Aftureldingar. Stundarðu íþróttir – ef svo er, hvaða grein? Ég spilaði handbolta til margra ára með HK og Stjörnunni. Nú stunda ég líkamsrækt, útivist og útiveru og er í hlaupahópi í Mosfellsbæ. Hvað hefur það gefið þér að vera í ungmennafélagi? Ég fékk meiri skilning á mikilvægi íþrótta og breiddinni í íþróttum þegar ég settist í stjórn Aftureldingar. Það skipti líka máli að geta látið gott af sér leiða, bæði fyrir Aftureldingu og foreldra iðkenda í Mosfellsbæ. Mér finnst þetta gaman. En svo er afskaplega gefandi að vinna að félagsstörfum. Hvers vegna í stjórn UMFÍ? Seta í stjórn UMFÍ hefur gefið mér aukinn skilning á umhverfi æskulýðs- og íþrótta- félaga í landinu. En svo er frábært að vinna með öllu því góða fólki sem er í ung- mennafélagshreyfingunni. Ef maður vill þá er tækifæri til að láta gott af sér leiða í ungmennafélagshreyfingunni. Það er mjög gefandi að sjá árangurinn. Hefurðu áhuga á sérstökum málaflokkum innan UMFÍ? Mig langar til að fá fleiri til að hreyfa sig, að eldri borgarar hreyfi sig meira og að auka þátttöku innflytjenda og nýrra Íslendinga í íþróttum. En við þurfum líka að auka sam- starfið við ríki og sveitarfélög. Aukin hreyfing skilar sér til samfélagsins. Áhrifin eru jákvæð. Fólk tekur þátt í því í gegnum íþróttir. En svo trúi ég því að þegar fleiri hreyfi sig og heilsa batnar þá lækki lyfjakostnaður. Við getum unnið saman að þessu í UMFÍ. Mælirðu með því að fólk setjist í stjórnir félaga og hvers vegna? Ég mæli hiklaust með því fyrir fólk sem vill auka skilning sinn og þekkingu á umhverfi sínu og umhverfi barna í íþróttum. Það geta allir látið gott af sér leiða. Við verðum líka að passa okkur á því að stjórnir félaga verði ekki of einsleitar. Það eykur ekki líkurnar á miklum skoðanaskiptum. Þvert á móti hvet ég fólk til að gefa kost á sér í stjórnir ung- mennafélaga og að gefa af sér. „Mig langar til að fá fleiri til að hreyfa sig Hvað er UMFÍ? Ungmennafélag Íslands er samtök ungmennafélaganna á Íslandi, skammstafað UMFÍ. Samtökin voru stofnuð árið 1907. Hlutverk og gildi UMFÍ er ræktun lýðs og lands. UMFÍ leggur áherslu á að vinna að líkamlegum, and- legum og félagslegum þroska félagsmanna, forvörnum og lýðheilsu ásamt því að kenna þeim að bera virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins. UMFÍ lætur sig varða lýðheilsu almennings og leggur sitt af mörkum við að búa komandi kynslóðum sem best uppvaxtarskilyrði. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir 29 sambandsaðila og um 340 aðildarfélög þeirra. Meirihluti barna- og ungmennastarfs á Íslandi er innan vébanda UMFÍ. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta félagsmanna að leiðarljósi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.