Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 20. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í blíðskaparveðri um verslunarmannahelgina á Egils- stöðum. Mótshaldari var Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og Fljót- dalshérað. Að sjálfsögðu var mótið vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Á mótinu var boðið upp á keppni í 23 mis- munandi greinum fyrir ungmenni á aldrinum 11–18 ára þar sem allir á þessu tiltekna aldurs- bili gátu tekið þátt, óháð því hvort viðkom- andi væri í íþróttafélagi. Keppnisgreinarnar voru: boccia, bogfimi, fimleikalíf, fjallahjól- reiðar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, knattspyrna, kökuskreyting- ar, körfuknattleikur, mótocross, ólympískar lyftingar, rathlaup, skák, skotfimi, stafsetn- ing, strandblak, sund, þrekmót og upplestur. Auk keppninnar var boðið upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hægt var að fara í ratleik, minigolf, spila fótbolta á panna- velli og fara í víkingaleiki ásamt mörgu öðru. Á kvöldin fóru síðan fram skemmtanir í stóru samkomutjaldi á mótssvæðinu þar sem helstu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins komu fram. Á mótinu voru keppendur alls 980 talsins, eða 538 drengir og 442 stúlkur, og hefur hlut- fallið aldrei verið jafnara. Flestir keppendur voru 12 ára en fæstir 11 og 18 ára. Eins og undanfarin ár tóku flestir þátt í knattspyrnu, körfubolta og frjálsum íþróttum. Í fyrsta skipti á mótinu var boðið upp á keppni í kökuskreyt- ingum. Óhætt er að segja að keppnin hafi vakið mikla lukku því að rúmlega 100 þátttak- endur tóku þátt. Undirbúningur fyrir 21. Unglingalandsmót UMFÍ er hafinn en mótið fer fram um verslun- armannahelgina (2.–5. ágúst) í Þorlákshöfn. Mótshaldarar eru Héraðssambandið Skarp- héðinn (HSK) og sveitarfélagið Ölfus. Sjáumst hress á Unglingalandsmóti í Þorlákshöfn 2018! Hvað finnst móts- gestum um mótið? Samkvæmt könnun á meðal þátttakenda mótsins líkaði 99,6% gesta mótið vel eða mjög vel og 99,5% mótsgesta mæla með mótinu við aðra. Hvar verður fjölskylda þín um næstu verslunarmannahelgi? „Þetta er klárlega skemmtilegasti viðburður ársins!“ „Þetta er alvöru fjölskyldumót sem enginn ætti að missa af!“ „Það er algjör snilld að hafa þetta mót þessa helgi. Ég var efins fyrst en er það svo sannarlega ekki núna!“ „Stórskemmtilegt mót og ekkert annað í stöðunni en að fara á mótið eins lengi og börnin hafa keppnisrétt!“ „Við skulum halda í ungmennafélagsandann eina og sanna, ræktun lýðs og lands. Það er svo mikilvægt að setja sér markmið og vinna saman, ekki bara í íþróttum heldur lífinu öllu. Við erum samfélag þar sem allir eiga að geta spreytt sig, skarað fram úr ef vel gengur en hlýtt um leið sanngjörnum reglum í heiðar- legri keppni.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Unglingalandsmót UMFÍ Egilsstöðum 2017

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.