Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 29
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 29 Ungmennafélag Íslands I Sigtún 42 I S. 568 2929 I umfi.is Hvernig á að stofna ungmennaráð? Björn Grétar segir stjórn Ungmenna- ráðs UMFÍ hafi oft fengið fyrirspurnir um það hvernig eigi að stofna ung- mennaráð. Ljóst sé af því að ráðið sé öðrum fyrirmynd. Björn segir svarið liggja í augum uppi: „Lykillinn er markvisst utanumhald. Það skilar sér í sterkara ungmennaráði sem veitir ungu fólki rödd til að tjá sig. Ráð- stefnan Ungt fólk og lýðræði hefur verið vopn okkar til að láta í okkur heyra og ná til fjölmiðla. Og þegar við erum spurð að því hvað við eig- um að gera þá svöruðum við: Stofnið ungmennaráð, sinnið því og verið virk!“ Hvað get ég gert? Björn Grétar var 16 ára og hafði engan áhuga á stjórnmálum og pólitík þegar hann settist í ung- mennaráð UMFÍ árið 2008. „Mér fannst ég of ungur, ég bjó úti í sveit og upplifði mig þannig að ég hefði ekkert vit á pólitískri hugsun enda var ekki verið að miðla henni til okkar unga fólksins og því höfðum við ekki áhuga á pólitík. Það sem næst komst henni var Spaugstofan um helgar. En þessa hugsun þarf að virkja eins og annað. Margir 15–17 ára unglingar segjast ekki hafa áhuga á pólitík. Það er algjör vit- leysa. Þvert á móti er þetta fólkið sem á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Það verður að virkja það,“ segir Björn og áréttar ályktun frá ráð- stefnunni Ungt fólk og lýðræði vorið 2017. Ályktunin fól í sér að fulltrúar ungmennaráða fái að sitja fundi hjá sem flestum nefndum innan sveit- arfélaga, að æskilegt sé að breyta lögum og sam- ræma reglur ungmennaráða um land allt með þarfir ungs fólks að leiðarljósi. Samhugur var um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16. „Mín skoðun er sú að það eigi að lækka kosningaaldur innan sveitarfélaga niður í 16 ára. Í fyrsta lagi gerir það að verkum að sveitarstjórnir þurfa að höfða til yngri kynslóðarinnar svo að hóp- urinn fái áhuga á sveitarstjórnarmálum. Auðvitað er ekki hægt að höfða til allra. En þeir sem hafa það geta haft áhrif.“ En hvaða áhrif hafði stjórnarseta á Björn? „Hún hafði áhrif á mig sem manneskju. Það að sitja í ungmennaráði og stjórn UMFÍ hefur eflt gagn- rýna hugsun mína og eflt félagsvitundina. Nú er ég orðinn meðvitaðri um nærumhverfi og samfélagið mitt en áður. Nú er ég farinn að hugsa: Hvað get ég gert?“ félagsmálafræði og sá þetta haldast í hendur. En mikill tími fór í að átta mig á UMFÍ. Það var ekki eins klippt og skorið og ég hélt og allt flóknara en í ungmennaráðinu. Á þess- um tíma var ég að ganga í gegnum miklar breytingar í einkalífinu. Ég trúlofaðist, flutti norður á Akureyri og eignaðist barn. Þetta allt hafði áhrif á vinnuna hjá UMFÍ, því gat ég ekki komið öllu til skila sem ég vildi og hætti af þeim sökum,“ segir Björn Grétar. Á ungt fólk þá ekki að fara í stjórn UMFÍ? „Jú, auðvitað. En það tekur tíma að læra og venjast stjórnarstörfum. Ég myndi byrja á því að vera virkur innan ungmennafélagsins míns og bjóða mig síðan fram í varastjórn UMFÍ. Þar er gott að kynnast starfsemi stjórn- ar UMFÍ og vekja athygli á sér. Ég hefði viljað vera tvö ár í viðbót. En ég taldi farsælla að víkja til hliðar í nokkur ár fyrir einhverjum sem gæti gert betur en ég. Ég mundi vilja koma aftur eftir nokkur ár,“ segir Björn Grétar og leggur áherslu á að hann sé mjög spenntur fyrir stjórn UMFÍ sem nú situr. „Það eru miklar breytingar í gangi hjá UMFÍ sem ég hlakka til að sjá,“ segir Björn Grétar að lokum. RÁÐSTEFNUR Ungs fólks og lýðræðis 2009 – Eru ungmennaráð gjallarhorn ungs fólks? Akureyri 2010 – Lýðræði og mannréttindi Dalabyggð 2011 – Ungt fólk og fjölmiðlar Hveragerði 2012 – Fjölmiðlar og mann- réttindi Hvolsvöllur 2013 – Þátttaka ungs fólk í skipulagsmálum sveitarfélaga Egilsstaðir 2014 – Stjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna Ísafjörður 2015 – Margur verður af aurum api – réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði Stykkishólmur 2016 – Niður með grímuna – geðheilbrigði ungmenna á Íslandi Selfoss 2017 – Ekki bara framtíðin – ungt fólk, leiðtogar nútímans Laugarbakki í Miðfirði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.