Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Vopnafjörður Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Egilsstaðir Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 K lassík ehf., Selási 1 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu Nýheimum Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Skinney - Þinganes hf., Krossey Selfoss Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Gesthús Selfossi ehf., Engjavegi 56 Flóahreppur, Þingborg Svavar Á. Sveinsson, Dalbraut 1 Rh. Hveragerði Hveragerðissókn, Hverahlíð Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Kirkjubæjarklaustur Hótel Laki ehf., Efri-Vík Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Skaftárhreppur, Klausturvegi 15 Geirland ehf., Geirlandi Vestmannaeyjar Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2 Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Guðjón Örn Jóhannsson „Sjálfboðaliðastarfið gefur mér tækifæri til að gera það sem ég hef brenn- andi áhuga á. Það er gef- andi og ég mæli með því,“ segir Guðjón Örn Jóhanns- son, íþróttakennari á Sauðárkróki. Hann heldur utan um Vinaliðaverkefni á Íslandi, er í stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og á þrjár stelpur á aldrinum 9–17 ára sem æfa bæði frjálsar íþróttir og körfubolta. Guðjón segist hafa unnið sjálfboðaliðastörf af marg- víslegu tagi í um 20 ár. Auk þess sem áður var getið hef- ur hann starfað í foreldrafélögum og tekur einnig þátt í félagsskap í skólanum sem málar á vorin fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda við slík verkefni. Allt eru þetta störf sem Guðjón hefur gaman af. „Ég tek ekki að mér sjálfboðaliðastarf nema mér finn- ist gaman að því. Ég hef nóg að gera af því sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hann og bætir við að hann fái þakklæti að launum fyrir sjálfboðaliðastarfið, sem fólk fái yfirleitt ekki fyrir launuð störf. Dagný Finnbjörnsdóttir „Það er oft mjög mikið að gera hjá mér. En þetta er skemmtilegt. Þegar elsti son- ur minn fór að æfa körfu- bolta fylgdi ég með. Það skiptir máli að börnin finni að maður hafi áhuga og hvetji þau áfram,“ segir Dagný Finnbjörnsdóttir. Hún er 28 ára og býr í Hnífsdal, er húsmóðir, menntaður snyrtifræðingur og er í fjarnámi við háskóla. Dagný er ötul í sjálfboðaliðastarfi. Hún æfði körfu- bolta á árum áður og er í stjórn barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra. Hún er líka formaður Sambands vestfirskra kvenna og er í félagi kvenna í atvinnurekstri. Þegar Dagný fór að vinna sem sjálfboðaliði í barna- og ungling- aráði körfuknattleiksdeildarinnar fann hún sylluna sína. „Þegar ég fór að vinna með börnunum fann ég að það sem ég vildi í raun og veru var að læra var að verða grunnskólakennari,“ segir hún og viðurkennir að stundum sé mikið að gera. Þá skipti máli að eiga góða dagbók. Erla Gunnlaugsdóttir „Það er afar skemmti- legt að kynnast frá- bæru fólki þegar maður starfar sem sjálfboða- liði,“ segir Erla Gunn- laugsdóttir, 22 ára nemi á Austurlandi. „Ég var fyrst sjálfboða- liði þegar ég var svona 10–12 ára, á yngri barna móti sem fram fór á Vilhjálms- velli. Mér finnst gaman að sjá gleðina og ánægjuna hjá keppendum og áhorfendum á mótum og hátíðum. Það er gaman er að finna að með sjálfboðaliðastarfinu hef ég aukið ánægju bæði hjá mér og öðrum. Ég er aðal- lega sjálfboðaliði á íþróttaviðburðum og það gefur það mér kost á að kynnast mismunandi íþróttum og sjá ánægjuna sem fylgir almennri hreyfingu.“ Hafsteinn Snær Þorsteinsson „Það er gaman að vera nálægt fólki sem er ánægt með það sem maður er að gera. Þannig líður mér best,“ segir Hafsteinn Snær Þor- steinsson. Hann er 19 ára og hefur verið ljósmyndari á Unglingalandsmótum og Landsmótum UMFÍ um nokkurra ára skeið – hefur ætíð boðið sig fram og unnið frábærlega vel af einskærum áhuga í sjálfboðavinnu. Hann fór fyrst að taka myndir á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá var hann 15 ára gamall. Mikið af myndunum, sem UMFÍ notar, hefur Haf- steinn tekið. Hann tók meðal annars forsíðumyndina á Skinfaxa, tímariti UMFÍ, sem kom út fyrir síðasta Unglingalandsmót. Guðmunda Ólafsdóttir „Það er alltaf gaman að vera sjálfboðaliði því að ég finn er að gera samfélaginu gagn,“ segir Guðmunda Ólafsdóttir. Hún er formaður frjálsíþróttaráðs HSK og formaður Umf. Þjótanda í Flóahreppi en hefur verið sjálfboðaliði frá unga aldri. Guðmunda er 28 ára og telur að hún hafi verið um 12 ára þegar hún fór að selja jólapappír í sjálf- boðavinnu fyrir ungmennafélagið. Þegar hún hafði aldur til fór hún að mæla í stökkum og fleira. Guð- munda segir þó geta stundum verið erfitt að vera sjálfboðaliði, sérstaklega þegar hún þurfi að virkja fleiri með sér og búa til hóp og vinna gott verkefni. Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða Árið 1985 ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að 5. desember hvert ár skyldi verða alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Tilgangurinn með degin- um er að vekja athygli á framlagi sjálfboðaliða í samfélaginu. Misjafnt er, eftir löndum og tíma, hvernig sjálfboðin störf eru skilgreind. Innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar eru ástæður þess að fólk tekur að sér sjálfboðaliðastörf meðal annars þær að með þeim hætti getur fólk kynnst öðrum foreldrum, þjálfurum og stjórnarmönnum í félög- um og þannig fullnægt félagslegum þörfum sínum ásamt með því að hjálpa félagi sínu til að ná settum mark- miðum íþróttarinnar. Jafnframt veita sjálfboðaliðastörfin fólki tækifæri til að læra leikreglur og kynna sér rekstur félagasamtaka og almenn félagsstörf. Þátttaka og stuðn- ingur foreldra skipta börn og ungmenni miklu máli og auka líkurnar á að þau haldi áfram að stunda íþróttir. Innan aðildarfélaga UMFÍ starfa hundruð sjálfboða- liða sem leggja á sig ómælda vinnu, samfélaginu til gagns og hagsbóta. Án þessarar miklu vinnu, sem sjálf- boðaliðarnir leggja af mörkum, væri hið góða og viða- mikla starf, sem unnið er í aðildarfélögum UMFÍ, ekki til. Störf sjálfboðaliða skipta því ekki aðeins miklu máli fyrir aðildarfélög UMFÍ heldur eru þau ómetanleg fyrir íslenskt samfélag. UMFÍ fagnar degi sjálfboðaliðans og færir öllum sjálf- boðaliðum einlægt þakklæti fyrir óeigingjarnt starf þeirra. Bestu þakkir! Hvað gefur það fólki að sinna sjálfboðaliðastarfi? Malarhöfða 8 · 110 Reykjavík Sími 577 2727 · Fax 577 2737 www.blikk.is Snæfellsbær

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.