Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Árangur í íþróttum byggir ekki aðeins á líkamlegri getu. Gott hugarfar og góður liðsandi geta einnig skipt höfuðmáli. Með markvissri þjálfun andlegra þátta styrkjum við börn og unglinga fyrir lífið og þátttöku í samfélaginu um leið og við aukum möguleika þeirra á að blómstra á íþróttavellinum. Sýnum karakter er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Verkefnið er samstarfsverkefni stærstu íþróttahreyfinga Íslands, Ungmenna- félags Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Áherslan í íþróttaþjálfun hefur til þessa verið á líkamlega og tæknilega færni. Helsta markmið með verkefninu er því að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum, með þjálfun sálrænna og félagslegra eiginleika barna og ungmenna. Þjálfun karakters barna og ungmenna í íþróttum gerir íþróttafélögum kleift að sinna hvoru tveggju í senn: uppeldishluta og afrekshluta íþróttastarfsins, því að góðir karakterar eru vel í stakk búnir til að takast á við lífið og einnig til að ná árangri í íþróttum. Sýnum karakter er viðbót við stefnu og annað fræðsluefni íþrótta- hreyfingarinnar og byggir á því að nokkru leyti. Þar er bætt við hag- nýtum upplýsingum og aðferðum sem þjálfarar geta nýtt sér í þjálf- un barna og ungmenna með einföldum hætti. Verkefnið er þó hvorki altækt né endanlegt. Þvert á móti er því ætlað að þróast og dafna með framlagi þjálfara – og annarra sem áhuga hafa – sem hafa tækifæri til að koma með ábendingar og frekari fræðslupunkta inn í verkefnið. www.synumkarakter.is Á heimasíðu verkefnisins má finna pistla eftir sérfræðingana dr. Viðar Halldórsson og dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur. Þau setja fram góðar leiðbeiningar sem þjálfarar geta nýtt sér og sett inn í þjálf- unaraðferðir sínar. Auk þeirra hafa fjölmargir þjálfarar og aðrir, sem láta sig málefnið varða, skrifað gagnlega pistla, komið með ráð- leggingar og fjallað um aðferðir sínar í anda verkefnisins. Sýnum karakter skiptist í sex áhersluþætti sem eru áhugi, markmiðasetn- ing, félagsfærni, sjálfstraust, leiðtogafærni og einbeiting. En hvað einkennir karaktera? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara en karakterar rísa sterkir upp eftir mistök (tilraunir), takast á við álag og þrauka í mótlæti, þeir trúa á sjálfa sig og hafa óbilandi trú á að þeir ráði sínum eigin örlögum en slík viðhorf eru tiltölulega óháð keppnisaðstæðum eða mótlæti. Karakterar eru áhugasamir og jákvæðir, þeir eiga auðvelt með að einbeita sér þegar það skiptir máli en öðru fremur eru þeir öflugir leiðtogar og góðir liðsfélagar. Er hjálplegt að vera karakter? Markhópur verkefnisins Sýnum karakter er fyrst og fremst þjálfarar barna og ungmenna í íþróttum. Mikilvægt er þó að allir sem koma að íþróttastarfi barna og ungmenna, stjórnarfólk, starfsfólk, kennar- ar og foreldrar, kynni sér innihald og áherslur verkefnisins. Ef allir vinna saman að því að bæta og styrkja karakter ungu kynslóðar- innar verður framtíð þeirra – og okkar allra – enn bjartari og betri. Góðir karakterar eru líklegri til þess að ná árangri í íþrótt sinni, þeir hafa betra sjálfstraust, eiga auðveldara með tilfinningastjórnun, hafa meiri og betri samskiptahæfni, þeir hugsa á jákvæðum nótum og eru staðfastari. Góðir karakterar hafa hæfni sem nýtist þeim á flestum sviðum lífsins og því gott veganesti til framtíðar að fá slíka þjálfun í æsku. Það er von íþróttahreyfingarinnar að verkefnið hjálpi þjálfurum og fleirum við að tileinka sér aðferðir og leiðir til markvissrar þjálf- unar karakters ungu kynslóðarinnar og beiti þeim í daglegu starfi. Það er allra hagur en nú þegar hafa fjölmörg íþróttafélög og þjálf- arar tekið verkefnið markvisst inn í þjálfun sína. Eysteinn Hauksson knattspyrnuþjálfari í Keflavík nýtir Sýnum karakter í þjálfun. „Ég hef verið að prófa mig áfram með knatt- spyrnuverkefni, sem lík- lega má tengja við „karakterþjálfun“, hjá 6. flokki kvenna í Kefla- vík. Með vissu millibili byrjum við æfingar á að kynna ákveðið gildi eða hugtak með því að segja frá því, hvað það þýðir og hvernig það getur verið íþróttafólki eða íþróttaliðum mikils virði. Síðan er lögð áhersla á að hrósa fyrir þá hegðun á æfingunum sem fylgja, sem tengist því að styrkja viðkomandi hugtak innan hópsins. Engum er sagt að hann EIGI AÐ VERA svona eða hinsegin, heldur er hug- tökunum og mögulegum kostum þeirra ein- faldlega lýst og svo er þeim hampað við hvert tækifæri. Stelpurnar eru svo spurðar reglu- lega, í upphafi æfinga, hver gildin okkar séu og þær telja þau upp og þannig eflast þau vonandi innan hópsins. Svo er reglulega bætt inn nýjum hugtökum, þó alls ekki of oft,“ segir Eysteinn. Karl Ágúst Hannibalsson körfuknattleiksþjálfari hjá FSu á Selfossi leggur áherslu á mikilvægi þess að byrja strax á því að huga að andlegri sem og félagslegri hlið barnanna sem hann þjálfar. Karl einbeitir sér markvisst að því að efla þessa þætti í starfi sínu. Karl settist niður með iðkendum og þjálfurum þar sem allir settu sér sameiginleg markmið fyrir allt liðið. Fyrir valinu varð að stefna að því að verða flottasta körfuboltaliðið á landinu. Út frá þessu var svo rætt um það hvað þyrfti til þess að verða flottasta liðið. Eftir góða vinnu varð niður- staðan sú að búa til fimm gildi sem lið stefndi á að fara eftir, hvort sem væri er á æfingum eða í keppni. Liðið skilgreindi vel merkingu gild- anna þannig að allir væru með sitt á hreinu. Iðkendur fengu síðan allir útprentað blað með gildum til þess að taka með heim. Til þess að minna leikmenn á gildin á æfing- um er eitt og eitt gildi tekið fyrir í einu og nýtt sem þema í tvær vikur í senn. Karl skrifar þá gildið, sem unnið er með hverju sinni, á töflu og hefur inni í sal á meðan á æfingu stendur til að minna iðkendur á. „Við leggjum mikla áherslu á skilgreiningu iðkenda á vin- áttu sem er meðal annars að hugsa um sam- herjana, vera góðir hver við annan og tala við þá sem eru leiðir á æfingunum. Þeir sem sýna öðrum vináttu fá mikið hrós fyrir bæði frá þjálfara og samherjum,“ segir Karl. Ósk Kristinsdóttir er knattspyrnuþjálfari hjá HK (Handknattleiks- félagi Kópavogs). „Ég hef farið úr því að vera með átta stelpur á æfingum í litlum íþrótta- sal í það að vera með 40–50 stelpur á æfingu á hálfum velli í Kórnum í Kópavogi. Við þessa breytingu hefur teng- ingin við iðkendur breyst,“ segir Ósk. Ósk hefur tekið Sýnum karakter markvisst inn í þjálfun sína sem og HK í heild. HK ákvað að nýta verkefnið markvisst í öllu félaginu en allir þjálfarar félagsins komu að þeirri vinnu. „Ég leit á verkefnið Sýnum karakter sem kjörið tækifæri til þess að kynnast iðkendum mín- um betur og aðstoða stelpurnar við að átta sig á stöðu sinni innan félagsins. Þær höfðu margar hverjar ekki hugmynd um hvað það er að vera félagsmaður, góður liðsfélagi eða leiðtogi. Fyrirmynd var hugtak sem þær þekktu en áttuðu sig ekki á að þær sjálfar væru fyrirmyndir, til dæmis í augum yngri iðkenda. Það fyrsta sem ég fór að vinna með eftir fund með þjálfurum innan HK, þar sem við kynntum okkur Sýnum karakter, var að efla liðsandann og gera þær meðvitaðri um að þær væru hluti af HK, HK væri ekkert án iðkenda og að þær skiptu máli fyrir félagið,“ segir Ósk. Það er hægt að þjálfa góðan liðsanda!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.