Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 25
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Dæmi um fleiri verkefni sem hlutu styrk úr fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ • Taekwonodeild Aftureldingar – sjálfsvarnanámskeið fyrir konur • Fimleikadeild Stjörnunnar – Þjálfaranámskeið • Körfuknattleiksdeild Fjölnis – Námskeið og fræðsla um íþróttasálfræði fyrir iðkendur • Ungmennafélag Laugdæla – Kortavinna á göngu-, skokk- og hjólaleiðum • Ungmennafélag Breiðabliks – Aukin hreyfing eldri borgara/útbreiðsla • Körfuknattleiksdeild Ungmennafélag Gnúpverja – Stofnun nýrrar deildar • Íþróttafélagið Gerpla – Þróunarverkefni hópefli/sjálfsstyrking „Við gætum ekki gert þetta öðruvísi. Styrkur úr fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ gerir okk- ur kleift að niðurgreiða námskeiðin, kaupa reiðtygi og fleira,“ segir Hólmfríður Halldórs- dóttir. Hún ásamt Berglindi Árnadóttur reið- kennara og fleirum hafa um nokkurra ára skeið stýrt reiðskóla fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Hestamannafélagið Hörður er aðildarfélag UMSK (Ungmennasambands Kjalarnesþings), sambandsaðila UMFÍ. Námskeiðin hafa verið mjög vel sótt og komast færri að en vilja. Hestamannafélagið hlaut 100.000 króna styrk úr sjóðnum í maí árið 2017. Hólmfríður segir styrki hjálpa mikið til við námskeiðahaldið. En félagið sé nú á milli stafs og hurðar, það geti ekki auglýst nám- skeiðin því þá komi fleiri en félagið ræður við. Af þeim sökum er ekki vitað með vissu hver eftirspurnin er um allt land. En hún er mikil, að sögn Hólmfríðar. Biðlað hefur verið til fleiri félaga að bjóða upp á reiðnámskeið fyrir fatlaða í öðrum sveitarfélögum. Kallinu hefur verið svarað og eru námskeið byrjuð á Akureyri, Siglufirði og víðar. Í upphafi voru 4-5 nemendur á nokkrum námskeiðum sem haldin voru að jafnaði einu sinni í viku. Töluverð ásókn hefur verið í reið- námskeið frá sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu, Reykjanesi og Selfossi og nám- skeiðin orðin átta á viku. Félagið getur hins vegar aðeins sinnt þremur námskeiðum á viku. Hugmyndin er að stofna sérstakt félag í áföngum utan um reksturinn í félagi við fleiri hestamannafélög, sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu, félagasamtök á borð við Öryrkjabandalag Íslands, Íþróttasamband fatlaða, Einhverfusamtökin og fleiri. Gætum þetta ekki án styrksins Byggðu reiðhöll fyrir námskeiðin Eitt af þeim markmiðum sem stefnt var að þegar ráðist var í hönnun reiðhallar Hestamannafélagsins Harðar var að gera fötluðu fólki kleift að stunda reiðmennsku. Höllin var vígð í nóvember árið 2009. Fræðslunefnd fatlaðs fólks hjá Hesta- mannafélaginu Herði var stofnuð um ári síðar. Síðan námið hófst hefur eftirspurnin vaxið mikið og er nú svo komið að í september 2017 leitaði stjórn félagsins eftir samstarfi við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda reið- námskeið fyrir fötluð börn. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir námskeiðunum. Námskeiðahaldið er svo vel sótt að það er algjörlega sprungið,“ segir Hákon Hákonarson, formaður Hestamannafélagsins Harðar. Hákon Hákonarson segir reið- námskeið félagsins fyrir fatlað fólk fyrir löngu sprungið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.