Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.2017, Blaðsíða 33
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 33 andi og í öðrum skólum, jafnvel laust í reipun- um. Ég er algjörlega ósammála því. Nám í lýð- háskóla er mjög framsækið. Munurinn felst í því að nám í lýðháskólum íþyngir ekki nem- endum og krefur þá stöðugt um að sýna frammistöðu sína og fá góðar einkunnir. Skari fram úr á einhvern hátt. Það eru einmitt áhættuþættirnir í skólakerfinu, kröfurnar auka líkur á þunglyndi ungs fólks, kvíða og brottfalli úr námi. Í lýðháskólum fá nemendur krefjandi verkefni sem reynir á þá. En þeir þurfa ekki að verða bestir. Þar fá þeir þraut- seigjuna, verða hugaðri og vilja prófa eitt- hvað nýtt. Íslendingar eru á réttri leið með því að setja lýðháskóla á laggirnar. Þeir eru eitt af þessum verkfærum sem þið þurfið til að bæta samfélagið,“ segir Lisbeth Trinskjær og bætir við að gögn sem hún hafi séð bendi til að nemendur sem falla úr skóla en koma sér aftur af stað í lýðháskóla fari í frekara nám en aðrir sem ekki fóru í lýðháskólann. Lýðháskólar vökva plöntuna Lisbeth Trinskjær ítrekar að hún undrist að ekki skuli vera fyrir lifandi löngu búið að opna lýðháskóla hér á landi. Hún segir þá staðreynd að hér á landi er ekki lýðháskóli eins og á hin- um Norðurlöndunum hugsanlega tengjast því að árangur af starfi lýðháskóla láti bíða eftir sér. Stjórnmálamenn hafi lítinn hvata til að stofna slíka skóla þar sem þeir eru ekki fyrir af þeirri einföldu ástæðu að árangurinn lætur bíða eftir sér. „Stjórnmálamenn vilja sjá árangur á tiltölu- lega stuttum tíma,“ segir Lisbeth. „Íslendingar ættu að hafa lýðháskóla. Þeir auka fjölbreytni í námi. En svo er þetta eins og með plönturnar. Ef þú vökvar ekki blómin stækka þau ekki heldur visna og deyja. Það sama á við ungt fólk sem vill læra annað en er boðið í framhaldsskólum nú. Ef ungu fólki er ekki leyft að vaxa og dafna leiðir það til vandamála,“ segir hún og færir þannig rök að því að lýðháskólar bæti samfélagið. • Lisbeth Trinskjær hefur verið skólastjóri lýðháskólans Ubberrup Højskole í Kalundborg á Sjálandi síðastliðin 12 ár. Þetta er heilsutengdur skóli og stærstur á sínu sviði. Þar læra nemendur sitthvað um breytingu á lífsstíl fólks, heilbrigt mataræði, sálfræði, æfingar og fleira. Nemendur eru á öllum aldri, allt frá 18 ára aldri til rúmlega sjötugs og um 400 á hverju ári. Þeir dvelja að jafnaði í þrjá mánuði við skólann í hvert sinn. Margir nemendanna leita einmitt eftir því að taka upp nýja og betri siði til að koma heilsu sinni í lag. Nánar um skólann: https://www.ubberup.dk/ • Ungmennafélag Íslands hefur lengi skoðað að setja á laggirnar lýðháskóla í samstarfi við stjórn- völd. Horft hefur verið til bygginga sem standa eftir á Laugarvatni eftir að stjórn Háskóla Íslands ákvað að flytja íþróttafræðinám sem var þar til Reykjavíkur. • Lýðháskóli UMFÍ myndi leggja áherslu á ferðaþjónustu, lýðheilsu og íþróttir. • Á síðasta ári var samþykkt að fela mennta- og menningarmálaráðherra að hefja vinnu að gerð frumvarps um lýðháskóla á Íslandi og gera þá að viðurkenndum valkosti í námi. Ráðherra átti að leggja frumvarpið fram eigi síðar en á vorþingi 2017. Ekkert varð af málinu. • Unnið er að stofnun lýðháskóla á Flateyri og er stefnt að því að hann taki til starfa haustið 2018 þótt frumvarp um stofnun lýðháskóla hafi ekki komist áfram. Stefnt að því að bjóða upp á nám í kvikmyndun, tónlist, umhverfismálum og sjálfbærni. #DOWHATYOUWANT DO IT WITH LOVE, RESPECT AND CONDOMS.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.